Dagur 61 ár 6 (dagur 2253, færzla nr. 905):
Treiler:
Lofaði ég ekki að það yrði minna yuri í næsta treiler? Og ég stóð við það.
Og þá að rugli vikunnar: Myndin þar sem Boggi keyrir tvisvar niður stigann. Þessi með "blóðinu" sem þvoðist ekki af fyrr en eftir viku.
Kvikmynd kvöldsins var næstum 10 mínútna löng. Sú lengd var að miklu leiti til komin vegna kreditlistanna, sem sáust aldrei voða vel, með músík sem hljómaði meira eins og skruðningar. Ég lagaði það til, og þar fóru 2 mínútur.
Ég snyrti sum atriði aðeins, þau voru lengur að byrja eða héldu of lengi áfram. Það var aðallega þessi eldur, og senan þar sem þeir eru að mixa landann, og lokasenan þar sem þeir sulla niður sönnunargögnunum. Þau atriði héldu bara áfram...
Þetta er miklu betra núna.
Skömmu eftir að ég setti myndina á youtube fann einhver hana og setti hana á feisbúkk. Þess vegna hafa fleiri séð þessa mynd en nokkra aðra. (Hefur öruglega eitthvað með subbið að gera.)
Plott... man ekki. Eitthvað í sambandi við dópdílera og leigumorðingja. Þetta kemur út eins og bóna fide stóner mynd. Það var ekki það sem við lögðum af stað með - við vorum að hugsa meira svona Miami Vice/Lethal Weapon... eitthvað. En nei. Þetta á meira sameiginlegt með A Scanner Darkly. Ekki viljandi, en þannig endaði það.
Þetta byrjar með einhverju óskiljanlegu samtali sem endar með áflogum, svo er panað yfir á nokkrar dúfur...
Eftir áflogin kaupir annar áflogahundurinn dóp og fer með það út. Enter eini dópistinn. Hann fjárfestir í landa á uppsprengdu verði, (10.000 krónur?!? WTF???) svo fer hann og kaupir smá af þessu dópi og setur það í landann. Jummí. Hann drekkur þetta, hoppar upp í bíl og keyrir niður stigann.
Næst fer hinn ofbeldismaðurinn í símann og hringir í leigumorðingja, sem verður lítillega pirraður þegar hann fréttir að hann á bara að ráða einn mann af dögum. Hann fer út og skýtur fyrsta manns em hann sér, sem reynist vera eini dópisti heimsins. Þetta verður til þess að hann keyrir aftur niður stigann, nema meira. Þú sérð að bíllinn er búinn að velta áður niður stigann vegna þess að það er beygla á þakinu á honum. við veittum smáatriðum mikla athygli, alltaf.
(Ef ég gæti endurgert þessa mynd (sem er reyndar ekkert sérlega freistandi) myndi ég gera meira úr þessum bíla misþyrmingum. Gaurinn myndi keyra niður stiga. Svo velta bílnum. Tvisvar, með löngu millibili. Svo keyra fyrir björg, sem væri epísk, þriggja mínútna sena í sló mó. Sem endar með nokkrum sprengingum. Alltaf á sama bílnum, í verra og verra ástandi eftir því sem á líður. En það er ekki að fara að gerast. En það er það sem hefði gerst ef við hefðum haft getu til þess þá. Hey, ef við hefðum haft getuna til þess hafðu öll atriðin verið langt út fyrir allan þjófabálk yfirdrifin - svo mikið að Michael Bay hefði sagt við sjálfan sig: "ég get ekki toppað þetta," og lagst í þunglyndi.)
Þessi mistök leiða af sér smá vesen, sem leiðir af sér einvígi. Sem leiðir af sér að þá eru allar persónurnar dauðar. En það er ekki allt búið...
Og nú veit mamma Bogga hvernig stóð á því hve hratt gekk á hveitið það árið.
Ég setti texta á þetta. það þjónar tvíþættum tilgangi: nú geta útlendir ríkisborgarar líka notið þessa einstaka listaverks, og innlendir ríkisborgarar eiga líka auðveldara með að fylgjast með hvað er verið að segja. Þið verðið að segja mér hvort það hjálpar, ég einhvernvegin efast um það.
Hvað um það, ég gerði mér fljótt grein fyrir að þetta væri ekkert ofur góð kvikmynd, en fjandinn hafi það, hún kemur helvíti vel út eftir að hafa verið snyrt aðeins til. Ég var ekkert búinn að sjá hana í mörg ár þegar ég lét setja hana á DVD, og hún var jafn vond og mig mynnti. En eins og ég sagði... það þurfti bara að trimma aðeins af henni langdregnustu partana. (Hver nennir að sitja yfir 2 mínútum af eldi?) Og ég breytti nafninu í nokkuð miklu meira viðeigandi:
This is your drugs on brain!
Af hverju í dauðanum er "Sex and the city 2" treilerinn og "the best of Liz Lemon" featured video með þessu?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli