miðvikudagur, júlí 10, 2013

Í Osaka

Dagur 128 ár 9 (dagur 3413, færzla nr. 1213)

Já:


Mér þótti þetta bara mjög myndræn bygging.


Þetta er eitthvað sér-japanskt ökutæki.


Osaka í hnotskurn.


Þarna er merkileg bygging.  Sjáum hana betur á eftir.


Á verzlunargötu.


Þetta er yfirbyggt.


Gullfiskur


Þessir voru á gangstéttinni fyrir framan eitt háhýsið.  Svona lagað þekkist þarna úti.  Hve lengi ætli svona kvikyndi fengju að vera í friði hér heima?


Altari Stormanna.


Þetta hér Greip Swirl eða eitthvað svoleiðis.  Þetta var nokkuð gott.


Pósturinn Páll á ferð.


Fór og skoðaði hof.


Magnað hof.


Það er í ágætri millistærð.


Ég var þarna.


Nánasta nágrenni við hofið.


Ég var þarna.


Hlið sem passar að heilagleikinn leki ekki úr hofinu.


Merkilega byggingin sem ég sagði frá hér að ofan.


Ég lét mig hafa það að kíkja betur á hana.


Stytta að flökkumunk sem ku hafa smíðað sér kofa í Osaka fyrir mörgum vikum, jafnvel mánuðum.  Afar mikilvægur karakter.  Svona eins og Ingólfur Arnarson, eða Jörundur hundadagakonungur.


Góður vatnshalli á þessu.


Ég tékkaði á þessu, þetta mun vera lögfræðistofa.  Í alvöru.


Ég var þarna.


Þetta er fínn veitingastaður.  Það vex bambus í honum.  Hann var lokaður þegar ég var þarna.


Ég var niðri við á.


Osaka.


Klanið lifir góðu lífi í Osaka.


Hér er sem sagt smá biti af lestarferðinni til Osaka, þessi undarlega græna kaka, ágætis bjór og heitt kakó-kaffi.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli