þriðjudagur, mars 15, 2005

Dagur 10 ár 2:

Ég var að spá í hvort ég er ekki með góða hugmynd að tölvuleik: einskonar sambland af Mortal Kombat og... hmm... Doom. Og kannski chessmaster 2000.

Já. Köllum hann "Bobby Fischer í Japan". Einmitt. Þetta á allt að fjalla um hvernig Fischer laumast um þetta japanska fangelsi, og berst öðru hvoru við fangaverði. Það er sko Mortal Kombat hlutinn. Doom hlutinn er þegar hann er að laumast um. Hann getur meðal annars hent skóm, sushi, peðum... ýmsu tilfallandi.

Svo mun vera í þessu svona fítus þar sme maður getur teflt skák a la Fischer, með taflmönnunum bara raðað upp einhvernvegin og einhvernvegin á borðinu, og kannski eins mörgum eða fáum peðum og maður kærir sig um. Frá engu up í 24.

Snilld. Hver tekur að sér að búa þetta til?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli