mánudagur, mars 07, 2005

Dagur 2 ár 2 (dagur 367):

Fór til Keflavíkur áðan. Til þess að hitta Rúna Júl annarsvegar, og fara í atvinnuviðtal hinsvegar. Er ekki viss um að ég nenni að keyra 90+ kílómetra á dag á ýmsum undarlegum tímum til að fá 90K á mánuði.

Ég efast um að það borgi sig. Svo ég fór í bakaleiðinni og sótti um í álverinu. Þar ætti ég að fá svipaðan pening eða meira, en þarf að keyra styttri vegalengd.

Keflavík mynnir mig mikið á Vestmannaeyjabæ. Svipuð ljót hús, svipaðir auðir garðar. Ekki jafn ljót hús og í RKV, en nógu ljót. Mig grunar að leki sé minna vandamál í KEF en í RKV. Það er sko vatshalli á flestum þökum.

Já, nei. Mér líst einhvernvegin ekki á tímasetningarnar á þessu. Ég yrði að mæta klukkan 6:00 og 22:00 til skiftis. Mig grunar að með slíkri vinnu, og 40-50 mínútna akstri (þið hafið séð Reykjanesbrautina), þá eigi ég eftir að sofna undir stýri einhverntíma um miðjan dag og keyra útaf. Ég veit ekki afhverju ég er ekki í stuði til þess.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli