Dagur 23 ár 2:
Fischer. þvílík snilld er að hafa fengið hann til landsins. Þvílík gífurleg snilld, en þó snilld einungis fyrir slysni.
Nú situr geurinn hér heima, orðinn íslenskur ríkisborgari, og hvað er hans fyrsta verk?
Ju, hann brýtur gegn hegningarlögum. Sem er mikil snilld, óafvitandi, og ég skal útskýra hvernig: Það fæst enginn til að kæra hann fyrir opinber ummæli sín, þó vissulega séu þau refsiverð, þannig að næst þegar einhver er böstaður fyrir refsiverð ummæli í fjölmiðlum, þá getur sá hinn sami bara bent á Fischer og spurt: "Afhverju má hann en ekki ég? Þetta er ljóslega brot á jafnræðisreglu." Og þeir neyðast til að sleppa honum ef þeir vilja ekki vera uppvísir að mjög svo óréttarríkislegu athæfi.
Já, Fischer, málsvari málfrelsis á íslandi, án þess að vita það. Ég heilsa honum: Sæll.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli