laugardagur, mars 12, 2005

Dagur 7 ár 2:

Suma daga vakna ég bara vegna þess að ég get ekki sofið lengur. Þá er að finna sér eitthvað að gera, eitthvað til að drepa tímann.

Þá er bara að pæla í verðstríðinu. Hvaða tölur hef ég um það? Ég heyrði í fréttum um daginn, eða las, að mjólkurframleiðandinn, sem ég man ekkert hvað heitir, selji NÚNA 150.000 lítra af mjólk á sama tímabili og hann seldi áður í kringum 70-80.000 lítra. Og lítrinn selst á 78 kr. Eða 68? Skiftir litlu. Gef mér bara það sé stærri talan.

En hvert er tímabilið? Það breytir öllu. Var það dagur? Varla. Ekki drekk ég lítra af mjólk á dag. Segjum viku. Sem gerir... næstum 12 millur á viku fyrir alla þessa mjólk. Það er sameiginlegt tap Bónus og krónunnar og Nettó fyrir alla þessa mjólk sem þeir eru að gefa daglega.

12 millur á viku... það eru 50 millur á mánuði. Hmm... hvaða tekjur hefur Jóhannes í Bónus? En það er ekki allt hans tap. Gefum okkur að tapið skiftist nákvæmlega í þrennt milli stríðandi fylkinga:

Næstum 17 millur á hvern þá. Mjög gróflega reiknað. (Það er best svoleiðis). Þá á eftir að reikna inn hverju þeir tapa á lægra verði á kók... kannski er það bara heildsöluverð, og þeir standa á sléttu?

Hmm... Nú, Baugur er að græða - ekki velta, græða - meira en 17 millur á mánuði. Einhvernveginn grunar mig að bæði Jóhannes og sonur hans séu með hærri tekjur en þetta á mánuði. Hugsanlega um eða yfir 50 millur hvor, en það þarf þó ekki að vera svo mikið. Það þarf bara að vera yfir 20 millum, og þá geta þeir persónulega borgað tapið hvern mánuð, bara til að angra samkeppnisaðilann.

Já... Það er hægt að lifa meira en góðu lífi á 3 milljónum á mánuði.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli