Dagur 3 ár 2:
Ríkið ætlar að skemma daginn fyrir okkur öllum. Aftur.
Það eru 2 mismunandi hugmyndir í gangi núna í akkurat þeim tilgangi.
1: það stendur til að setja GPS tæki í hvern bíl um 2011, til þess að sjá hvert menn keyra, og rukka þá um ekna kílómetra. Ég hélt að það væri í gangi nokkuð sem héti "bensíngjald" sem virkaði á sama hátt án allra persónunjósna. Segið mér nú ef það er rangt.
Ég vil halda því fram að þetta sé bara Illa meint bögg fyrir okkur öll, því svo munu þessir asnar sekta okkur fyrir of hraðann akstur -það er ekkert mál að mæla hann með GPS- í tíma og ótíma. Hugsið ykkur:
Þið eruð bara úti að keyra eins og venjulega, í mestu makindum, svo komið þið heim, og í næstu viku fáið þið sekt:
"Þú mældist á ólöglegum hraða í Ártúnsbrekkunni kl: 15:27 24.6.2011. Of hraður akstur stóð yfir í 20 sekúndur. Borga núna."
Fjör. Þið styðjið þetta náttúrlega.
2: Það stendur til að láta alla yfir 18 borga nefskatt til að halda úti sjónvarpsstöð sem stenst ekki Popp-tíví snúning. Og tveimur útvarpsstöðvum.
Hvað er rangt við það? Nú, þeir segja að nefskatturinn eigi að vera 10.000 kall á ári. Miðað við að einstaklingar yfir 18 séu milli 150-200.000, þá erum við að tala um 1.500.000.000-2.000.000.000 á ári, eða 4.1 - 5.5 millur á dag.
Hvað vinna eiginlega margir á rúv? Hvað kostar eiginlega að taka upp stundina okkar og spaugstofuna? Sjitt!
Það þarf svona 10 manns til að filma þetta allt. Það yrðu, miðað við að hver fengi 250 þús á mánuði, svona 30 millur á ári fyrir það.
Það eru hvað, 5 fréttamenn og 5 veðurfræðingar. Aðrar 30 millur.
Það er táknmálsfréttaliðið, en það mætir ekkert alla daga, og er því ekki nema 3 millur í heildina.
Spaugstofan er bara á veturna, eða í um 5 mánuði. Þeir eru 6, held ég. Það gerir 7.5 millur.
Rúv er með smiði. Eigum við að segja 10? 30 millur aftur. Þeir smíða sett að verðmæti eins einbýlishúss á ári: 30 millur.
Við erum nú komin með bödget allrar íslenskrar dagskrárgerðar: 130 millur á ári. Tvöföldum það til að hafa skemmtidagskrá allt árið um kring: 260 millur.
1500-260=1240.
1240 millur er það sem þá hlýtur að kosta minnst að viðhalda útvarpshúsinu á Efstaleyti og halda uppi 2 útvarpsrásum. Jæja. Ég trúi því ekki.
Einkavæðið það, eða seljið græjurnar hverjum sem vilja kaupa, eða eitthvað. En ég kæri mig ekki um að borga.
Ég ætla ekki einusinni að tala um menningarlegt hlutverk RÚV, hvað þá meint öryggishlutverk sömu stofnunar. Það er brandari, og við vitum það öll.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli