Dagur 6 ár 2:
Þetta er 2.7 mm Kolibri. Byssukúlan þarna við hliðina er .45 ACP(11.37 mm)(.22 LR er ca 5 mm) til að sýna stærðina á þessu. Ef þú verður fyrir árás brjálaðs kakkalakka, drekaflugu, eða einhvers slíks, þá er þetta málið... eða flugnaspaði.
Kakkalakki. Ef það kemur til kjarnorkustyrrjaldar, þá er þetta það sem erfir jörðina. Svona eins og í myndinni þarna, þar sem þetta fólk ók um í eyðimörkinni á jeppanum sínum. Þá komu þau inn í borg þar sem svona ofur-kakkalakkar voru búnir að éta alla. Þá átu kakkalakkarnir einn af þeim. Sá hefði haft gott af því að hafa eina svona 2.7 mm Kolibri. Eða flugnaspaða.
Kakkalakkar eru víst pöddur. Mér er illa við pöddur. Ég skil þær ekkert, veit ekkert hvað þær eru að gera. Bara labba um, eins og þær séu að leyta að einhverju. Svo ef það eru pöddur, þá eru líka lirfur. Lirfur skríða um, tilgangslaust, eins og þær séu að leyta að einhverju. Það ætti að skjóta þær. Með 2.7 mm Kolibri... eða einhverju.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli