föstudagur, mars 04, 2005

Dagur 364:

Færzla nr. 247.

Drumbur skipstjóra; Stjörnudagsetning 242487,34.



Nóg af vitleysu.

Skellti henni frænku minni á listann. Athugið samt fyrst, að það fyrsta sem þið munuð sjá, fyrir utan hafsjó af brosköllum, er starandi augnarráð einhverrar þeirrar ófrýnilegustu mannveru sem ég hef séð lengi. Eins og broskallar séu ekki nógu pirrandi einir sér.

Á morgun mun ég hafa verið að þessu í ár. Samt ekki hvern einasta dag. Afköstin eru ekki það mikil. Samt er ég nokkuð viss um að hafa skrifað yfir 100.000 orða á síðasta ári. Hef sennilega lesið yfir milljón.

Til glöggvunar, þá eru 50.000 orð nóg í eina skáldsögu, ca 120 blaðsíður, +-20 eftir fjölda orða á hverri síðu. Týpísk orðabók er með 20-50.000 uppflettiorðum, + útskýringar, að meðaltali 15 orð, eða um 750.000 orð.

Já. Á morgun hef ég í hyggju að fara yfir það athyglisverðasta á árinu. Og það verður mynd af köku. Ég var að spá í að skella upp uppskrift af alvöru köku, ef einhver væri í stuði fyrir svoleiðis. Á hinn bóginn kann ég bara að elda eggjaköku.

Hér eru nokkrir linkar fyrri áhugasama:

Kaka 1
Kaka 2
Kaka 3

þar hafiði það.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli