föstudagur, mars 18, 2005

Dagur 13 ár 2:

Ég fer út alltaf öðru hvoru til að hreyfa blóðið. Niður í Elliðaárdal, eftir myrkur. Það er svo sjaldan að ég hitti fólk þar - þó stundum finn ég lyktina af því. Já. Dópistar, lyktsterkir andskotar segi ég.

Þeir fela sig inn á meðal trjánna og reykja hass. Sterk vindlalyktin berst undan vindi langa vegu. Ég gæti auðvitað runnið á lyktina, en til hvers?

Það sést ekkert milli trjánna. Dópistarnir fá alveg að vera í friði í skóginum. Þeir einu sem vilja eitthvað ræða við þá eru lögreglan.

Bráðum verður bjart. Hvað gera þeir þá? Það er ekki eins og þeir sjáist eitthvað frekar inni í kjarrinu, en þeir munu miklu frekar halda það. Mönnum líður betur að stunda myrkraverk í myrkri, þið vitið. Menn eru ekki jafn skuggalegir ef það stafar ekki af þeim skuggi.

Það eru líka kanínur í Elliðaárdalnum. Ég hef séð til þeirra, heyrt í þeim. Lítil dýr.

Kannski reykja kanínur kannabis?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli