fimmtudagur, mars 09, 2006

Dagur 1 ár 3 (dagur 731, færzla nr. 380):

Lát oss sjá... það má ekki sæækja um á garði fyrr en 1 júní, og svo er tímabilið frá 1. september til 31. ágúst, nema á Gamla Garði og hluta Skerjagarðs þar er tímabilið frá 28. ágúst til 26. maí, svo ég peisti beint af heimasíðunni.

Það næstum 9 mánuðir eða ár. Reinkun nú: Boggi segir að það kosti 45-50 þúsund á mánuði. Það gera 540-600.000 yfir árið, eða 396-456.000 ef ég fæ húsaleigubætur; 405-450.000 yfir 9 mánuði eða 297-342.000 með bótum. Og eitthvað þarf ég nú að borða.

Ég þarf tilfinnanlega vinnu. Eða stóran lottóvinning.

Samt er athyglisvert að upplýsingar mínar skuli koma frá Bogga en ekki frá Stúdentagörðum. Svona er kerfið. Maður þarf að rölta til þeirra og spyrja. Eins og ég nenni því.

Hugsum okkur nú ef þeir settu á hærri skólagjöld (hærri segi ég, því innritunargjaldið er ekki annað,) þá gæti orðið verulega dýrt að stunda þetta hobbý. Og mér verður hugsað til Danmerkur, þar sem menn fá borgað fyrir að mæta...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli