föstudagur, mars 17, 2006

Dagur 9 ár 3 (dagur 739, færzla nr. 384):

Hvað kostar að hafa her? Lof mér að svara því:

Gerum fyrst ráð fyrir því að hver maður kosti ekkert - sem er tóm della, því hver maður sem er í her og er því ekki að vinna kostar samfélagið stórfé hvern dag sem hann vinnur ekki.

Næst gerum við okkur grein fyrir að allar tölur eru byggðar á magninnkaupum. Her er ekki bara einn gæji með riffil, heldur nokkur þúsund.

Næst skulum við gera okkur grein fyrir því að á Íslandi verður ekkert gert á ódýrasta hátt. Ekkert AK-47 hér. Sorrý. Ég veit að þær virka þó þær séu fullar af sandi, það bara er ekki málið. M-16, ódýrasti samkeppnisaðilinn, er tvöfalt dýrari.

Allt í lagi:

Riffill: H&K. 223 caliber, 30 skot, dregur... langt. Kostar alveg helling.

M-16 kostar Bandaríkjaher ca 500$. Þetta tæki fer þá líklega á 600$. Miðum við það.

Segjum að það séu 40.000 krónur.

.223 ammó kostar 1000 kall pakkinn, sem er 50 kr á skot. Við getum gert ráð fyrir að fá það með góðum magnafslætti, eða 20 kr á skotið.

Skothelt vesti kostar á bilinu 60-100.000 kr.

Skór: 4000, buxur: 2000, úlpa: 2000, kevlar hjálmur: 15.000, nærföt: 1000.

Það gerir 124-164.000 bara til að græja einn gæja upp, mínus ammó.

Á dag mun okkar maður þurfa að borða, það gerir 3-500 krónur á dag, og hann mun þurfa að sunda smá skotæfingar, ca 500 skot á dag, það er 10.500 krónur á dag, í 365 daga. Það er 3.8 milljónir á ári.

Nú, venjulegur herriffill endist í svona 15.000 skot, og við stanslausar æfingar eins og ég hef mynnst á, mun hver maður skjóta 180.000 skotum á ári. Það þýðir að þeir ganga frá 10-12 rifflum á ári. Bætum því við: 4.2 millur.

Föt: gerum ráð fyrir að okkar menn verði látnir labba 5-10 kílómetra á dag til að halda þeim í formi. Skórnir endast þá í svona 6 mánuði og allur gallinn í svona 3. Það er 28.000.

Gott er að geyma mannskapinn í svona bröggum. Braggi ætti ekki að þurfa að kosta nema svona 10 millur, staðsettur einhversstaðar utan Reykjavíkur. Ríkið ætti að geta pungað því út á nó tæm. Við getum gert ráð fyrir að þurfa nokkra bragga. Fer eftir hve mikinn mannskap við höfum.

Hummer jeppi kostar almennan ameríkana næstum 10 milljón kall. Her ætti að geta fengið einn á svona... 5. Hummer eyðir 40 á hundraðið á góðum degi. Miðað við 15.000 km á dag gerir það 640.000 á ári. Það komast 4 menn í Hummer. Það gerir 160.000 á mann. Þá erum við komin uppí 4.4 millur á mann. Mínus hús.

Já. Hvað þarf herinn að vera stór? Ja, einn gæji kostar okkur 4.4 millur á ári, mínus innkaup á húsi og bíl. Það eru 15 millur extra.

1000 gæjar kosta þá 4.4 miljarða á ári, og það er bara ekki mjög stór her. Þá er ökutækjakostnaður líka kominn uppí 1.2 milljarða og húnæði - miðað við að hver kofi taki 20 manns, komið í 500 millur. Það eru um 6 milljarðar á ári.

Og ég var ekki einusinni byrjaður að tala um .50 kalibera byssur, handsprengjur, þyrlur, skip og annað í þeim dúr.

Her? Við færum á hausinn.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli