laugardagur, mars 04, 2006

Dagur 361 ár 2 (dagur 726, færzla nr. 377):

Amma er að flytja. Eða það er hugmyndin. Sem er slæmt, því þá get ég hvergi verið. Ég veit vel að ég hef ekki efni á að búa neinsstaðar, sérstaklega ekki í RKV, nema ég hafi í hyggju að steypa mér í skuldir. Ég nenni því ekki, og er trúlega eini maðurinn á landinu sem er þannig hugsandi.

Já. Ég er að reyna að stúdera hvað það kostar að búa í Borg Óttans. Stúdentagarðar neyta að gefa mér upp tölu. það eina sem ég man er tölur úr sjónvarpinu: 80-100 á mánuði.

Ef ég hef engar upplýsingar, hvernig á ég þá að gera mér grein fyrir stærð vandamálsins?

Hvað þá?

Flytja aftur til eyja, reyna að safna meiri pening. Það virðist vera eina lausnin. Eða vinna í lottóinu. Það hefur hinsvegar ekki verið að gera sig undanfarið. Best væri að vera í svona klíku, því þá gæti ég verið rekinn. Það eru víst feikna peningar í því nú til dags.

Álverið vildi ekkert með mig hafa á sínum tíma. Ég veit ekki af hverju. Það hefði verið lífvænlegt, jafnvel af sumarkaupinu.

Hmm...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli