laugardagur, mars 25, 2006

Dagur 17 ár 3 (dagur 747, færzla nr. 388):

Nú fer að koma að því. Nei, ég bulla, það er komið að því: ég þarf að finna aukagrein. Til 30 eininga.

Mér datt í hug jarðfræði. Þá fæ ég að skoða steingervinga og svoleiðis. Eða sálfræði. "Skýringar á hegðun", hljómar vel, ekki satt? Hagfræði lýst mér illa á, enda felur hún í sér stærðfræði. Uppeldis og kennslufræði er til. Hef ekki stúderað það mikið, en ég man að mér er frekar illa við krakka. Ég hef vilja og getu til að skjóta þá.

þá er bara að bíða og sjá...

***

Ljóðahornið, með Óskari Nafnleyndar


Óskar Nafnleyndar er virt, heimsfrægt skáld á sér-mælikvarða, enda dugir ekkert minna undir slíkan snilling.

Það væri örugglega hægt að fá hann til að koma hingað til lands einhvern daginn gegn vægri greiðzlu ef hann færi einhverntíman héðan af landi.

En, við skulum ekki orðlengja:

Deivid Attenboró

Deivid Attenboró er mikið tröll,
því ég veit ekki um hentugt orð sem rímar við séní
en það skiftir ekki máli núna því þetta ljóð er komið út í tóma dellu
og hann myndi lemja mig ef hann kæmist að þessu.


Morgan Kein

Morgan Kein
minnti mig á jólasvein
er hann var úti eitt kvöld
fyrir heilli öld

Hann fór inn á bar
og settist þar
og bað um bjór
sem væri stór

En bjórinn var búinn
og barinn var fúinn
og Morgan varð reiður
en vertinn varð leiður

Morgan hljóp mikið kapp í kinn
og hann sótti Coltinn sinn
og át hann.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli