þriðjudagur, mars 14, 2006

Dagur 6 ár 3 (dagur 736, færzla nr. 382):

Til að halda í við sjúkdómsvæðinguna:

Í dag skulum við tala aðeins um algengt krónískt heilsufarsfyrirbæri. Það nefnist Gilberts syndróm, or er arfgengt. Það er ekki almennilega vitað hve margir eru haldnir þessum kvilla, en það er giskað á að það séu á milli 3-7%, þannig að ef þið þekkið 30 manns, þá þekkið þið einhvern með þetta. Og þar sem svona stór hluti mannkyns er með þetta heilkenni, er þetta mjög líklega algengasta heilkennið.

Þetta er ekki sjúkdómur, þannig séð, og veldur eiginlega engum einkennum, svona yfirleitt. En þetta er lifrarkvilli, þannig að ef það kemur eitthvað auka-álag á lifrina þá getur viðkomandi orðið lítillega gulur á litinn. Flestir verða þó aldrei varir við neitt. Karlmenn með kvillann eru 2-5 sinnum fleyri en konur.

Annað sem gæti hugsanlega bent til þess að þið séuð illa haldin af þessu er minniháttar magakveisa, almenn þreyta og morgunógleði (yfirleitt tengt meðgöngu, en við getum ekki öll gengið með, þannig að ef þú færð morgunógleði án þess að hafa verið fullur daginn áður eða með barni... nú... reiknaðu þetta út.)

Gilberts syndróm greinist oftast á milli 20-40 ára aldurs. Venjulega við blórannsókn, en þá finnst lítillega meira magn af efni sem heitir "bilirubin". Það er vegna þess að lifrin framleiðir ekki nóg af enzímum til að losna við þetta efni.

Og hvað er bilirubin?

Bilirubin verður til við það að hemoglobin brotnar niður. Jæja. Það þýðir, að ef þú ert með Gilberts syndróm, þá ertu sennilega líka með hemóglóbín, sem er bara gott mál.

Og hvað nákvæmlega gerir það til ef maður er með þetta? Ekkert. Ekki neitt. Breytir engu. Gleymið því bara að ég hafi skrifað þetta. Það þýðir ekkert að hlaupa út í apótek eftir lyfjum. Drekkið bara kók ef þið fáið í magann.

Og að mynd vikunnar:



Þetta er nú svoítið krípí mynd. Kemur málinu ekkert við, en þið verðið að viðurkenna að það er eitthvað við hana sem er... bara flott.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli