Dagur 3 ár 3 (dagur 733, færzla nr. 381):
Afhverju er ekkert almennilegt íslenskt efni í sjónvarpinu?
Svarið við þessari spurningu er... það veit ég ekki. Það er ekki eins og það sé neitt súper erfitt að sjóða saman almennilegt efni.
Júróvisjón söngvakeppnin er EKKI íslenskt efni. Ekki heldur Ædolið. Gleymið því.
Í gær sá ég afar óáhugaverðan þátt á skjá einum... hluta af afar óáhugaverðum þætti á skjá einum, þ.e. Þetta var eins og Sylvía Nótt 2, bara verra. Sylvía var fyndin í svona 10 sekúndur.
Og hvað var/er Sylvía? Jú, Ali G ripoff.
"Kallakaffi" var "Cheers" ripoff, nema hvað það var ekkert fyndið, "Volgt er litur" eða hvað sem þættirnir þarna á rúv hétu voru ripoff af einhverju... sænsku held ég, er samt ekki alveg viss, og það eru einhverjir þættir í USA sem Spaugstofan er ripoff af.
En það er ekki allt, því ég man eftir seríum á skjá einum sem voru fengnar með ærnum tilkostnaði frá öðrum löndum, eins og batsilorinn og hreingerningaþátturinn. Allt eitthvað sem ég er viss um að rýkur út á DVD.
En það hafa verið gerðir góðir þættir, það er ekki vandamálið: til dæmis voru þættirnir hans Hrafns, um fíflið þarna sem lét kveikja í öllum alveg hágæða efni, þó efniviðurinn hafi verið fráhrindandi, "Réttur er settur" átti alveg skilið að endast í meira en einn þátt, það voru bara stælar að slá það af.
Allt í lagi, ef menn vilja stela, því ekki að stela hugmyndum sem eru ekki drama, því það klúðrast allt í höndunum á íslenskum leikurum, og er ekki fullt af lélegum bröndurum, því við skulum bara gera okkur grein fyrir því að á meðan einhver einn gæji, sem er ekkert svo fyndinn er að sjóða saman þáttaseríu á íslandi, þá eru svona 20 á bak við hvern þátt af td "friends".
Svo ég mæli með að við rænum þáttum eins og "Charmed", "The Dukes of Hazzard" og "The twilight Zone".
Hvernig?
Jú, sjáið þetta fyrir ykkur: Sæmi fróði býri í breiðholtinu, og eftir að hafa á lymskulegan hátt gert samning við djöfulinn á þess að tapa sálinni fær hann alltaf öðru hvoru í heimsókn til sín púka. Í kjölfarið springur svona tonn af húsgögnum í tætlur með miklum tilþrifum.
Sponsorað af IKEA.
Eða: Nokkrir landabruggarar í nágrenni Blöndóss eru í stöðugum erjum við Blöndós-PD, með þeim afleiðingum að þeir þurfa að stökkva yfir gil einu sinni í viku að jafnaði.
Sponsorað af Ingvari Helga.
Eða: Fólk í borg óttans lendir í allskyns skrýtnum hlutum á djamminu, á leið heim úr vinnu eða í sumarbústaðnum. Dæmi: maður kemst að því einn daginn að dyrnar til helvítis eru undir brunnloki í Breiðholtinu. Hann opnar það, og kemst að því hvernig á því stendur að Framsókn er við völd í alvörunni.
Og svo framvegis.
Skemmtið ykkur við þetta.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli