mánudagur, mars 20, 2006

Dagur 12 ár 3 (dagur 742, færzla nr. 385):

Í gær sá ég í sjónvarpinu mann sem spilaði á píanó. Með honum var skræka kellingin þarna. Hann sagði eitthvað í líkingu við þetta: "það er svolítið skrítið að segja í sjónvarpinu að það þurfi enga mynd".

Hmm. Nei, mér fannst það ekki skrítið. það sem mér fannst hinsvegar skrítið, var að maðurinn var í raun og veru með útvarpsþátt í gangi þarna. Það var ekkert myndrænt við neitt sem var á seiði. Það sem var skrítið er að hann hafi ekki áttað sig, né neinn af aðstandendum RÚV, á að þarna var á ferðinni útvarpsefni, sem bara einfaldlega kemur ekki vel út í sjónvarpi.

En, kannski var bara ekkert pláss á dagskrá Gufunnar þann daginn, svo maðurinn neyddist til að fá pláss í sjónvarpinu með þáttinn sinn. Sem er slæmt mál, því hann er nú ekki mikið fyrir augað, maðurinn, og skræka kellingin gæti valdið martröðum meðal yngri kynslóðarinnar. Það hefði verið til bóta að hafa enga mynd.

***

Friður púntur is.

Friðarsinnar. Þvílík fífl. Þetta er sama liðið og hefði gengið í kommúnistaflokkinn hér fyrir 20-30 árum. Þeir eru enn að mótmæla stríðinu í Írak. Það er svona ámóta gáfulegt og að mótmæla virkjanaframkvæmdum við Kárahnjúka: Þeir eru nefnilega of seint á ferðinni.

Hvernig hefði verið að mótmæla stríðinu í Írak: A: áður en það hófst, eða B: á meðan það stóð yfir? En þeir gerðu það nú víst, greyin. Og létu ljúga sig fulla, eins og til var ætlast. (Ég er enn á því að hvorki hryðjuverk né olía sé aðal-ástæðan.)

Afhverju eru þessir sauðir ekki að mótmæla hersetunni sem stendur yfir? Horfandi framhjá því að kaninn er það eina sem skilur Írak frá borgarastyrrjöld. Friðsamri borgarastyrrjöld sko...

Svo segja þeir hluti eins og Nú væri bara óskandi að ríkisstjórnin hefði döngun í sér til að segja upp herstöðvasamningnum og segja síðan skilið við NATO. Hvað þýðir "döngun"?

Þetta er ekki hópur sem ég umgengst, það er ljóst mál. Ég skil ekki hvað þeir segja.

Og hvað með þetta: í Írak. Þar starfa nú tugþúsundir hermanna í þjónustu einkafyrirtækja eða “öryggisverktakar” eins og þeir eru nefndir í íslenskum fréttum.

Ég hef aldrei heyrt þetta orð talað, "öryggisverktaki." Aldrei. Hef samt alltaf horft á fréttir og stundum hlustað á þær líka, enda vill amma hafa þær stilltar nógu hátt til að Valla heyri þær líka til sín - í Æsufellið.

Það hljóp aldeilis á snærið hjá þeim núna, þegar loksins var tilkynnt formlega að þoturnar færu. Ég get svarið það að ég hélt þær væru á leiðinni burt anno domini 2004, þegar þeir voru að leika sér á þeim umhverfis Vestmannaeyjar. Afhverju grunar mig enn að innlendir pólitíkusar hafi alltaf vitað af þessu, og spili sig svona bláeyga núna til að hafa einhvern vondan kall til að benda á?

Ég meina, háværasti öfgahópur... ég meina þrýstihópur landsins hatar kanann með sérstakri áherzlu á Bush. Því ekki spila aðeins á þann hóp? Þeir á þingi hljóta að hafa vit til að gera það.

Þeir eru með linka inná athyglisverðar fréttir: Innrás... Aftur.

Þeir hafa nokkuð til síns máls að finna að þessu. Hmm, skoðum aðeins vandamálið, og lausnina á því:

Í Írak búa yfir 26 milljón íbúar. Fyrir stríð var þar a lögga á hverja 50 íbúa. Það er nefnilega nauðsynlegt í fasistaríkjum að hafa virka löggæzlu. Landinu var algerlega ráðið af Súnní múslimum, sem voru og eru 32-37% landsmanna. Það er svona svipað og ef Íslandi væri ráðið af Samfylkingunni, kjósendum þeirra og engum öðrum, og það væru 6000 löggur með vélbyssur til að hindra alla aðra í að vera með stæla.

Þessi ca 35% landsmanna áttu allar eignirnar og alla peningana og fóru með öll völdin. Það útskýrir af hverju þeir eru í fýlu núna, þegar þeir eru þvingaðir til þess að fara með aðeins 35% af völdunum, og verða að láta af hendi landssvæði hinna hópanna, en það vill einmitt svo skemmtilega til að það eru landssvæðin með allri olíunni, eða uppsprettu 95% allrar landsframleiðzlunnar.

þar sem flestir Súnníar, þeir sem réðu og þar af leiðandi þeir sem verið var að ráðast á bjuggu á landssvæði sem kallast Súnní þríhyrningurinn, og inniheldur borgirnar Tikrit, Ramadi, Falluja og Samarra, þá hefði verið flottur og áhrifaríkur leikur að bara einfaldlega jafna þessar borgir við jörðu. Og Bagðdad líka, úr því maður er að þessu á annað borð. Engar stýrigflaugar, bara gamaldags sprengjur, TNT og napalm, eða hvað sem það heitir sem þair nota til að kveikja í fólki nú orðið.

Eftir það hefðu þeir átt að leita uppi og skjóta alla eftirlifandi Súnníta. Ekki handsama, helur drepa. Það verður að gerast, því annars fara þeir að hryðjuverkast á hinum Írökunum á eftir. Það getur bara verið einn trúflokkur á hverju svæði í einu.

Ekkert veldur friði jafn vel og þjóðarmorð.

En hey, það held ég að félag friðarsinna á Íslandi yrði fyrir verulegu áfalli ef skyndilega yrði friður á jörð og upp myndu spretta skógar og engi og allt jarðrask af mannavöldum myndi hverfa eins og dögg fyrir sólu.

Fyrsta því þá hefðu þeir ekkert til að mótmæla, og seinast því ljónin myndu borða þá.

Þetta eru jú kommúnistar. Og var ekki alltaf friður í Sovjetinu? Jú jú. Og í hvert skifti sem Stalín sagði "Mír", þá dó einhver af hans völdum. 2 á mínútu, alla daga, í 20 ár frá stríðslokum, þar til Stalín hrökk uppaf. Þá hægðist aðeins á þeim morðum.

Svo heyrði ég í gær að einhver hefði komist að því að ál héðan fer í að framleiða eldflaugar og skriðdreka í útlöndum. Vissulega er það skandall! Þeir eiga að framleiða helvítis eldflaugarnar og skriðdrekana hér!

Að vísu hef ég ekki mikla trú á ál-skriðdrekum. Það er til kvikmynd um þennan skriðdreka. Kíkið á hana. Frasier er í henni.

Úr áli???

Engin ummæli:

Skrifa ummæli