Dagur 364 ár 2 (dagur 729, færzla nr. 378):
Það var nú meira veðrið í gær. Örugglega 14 vindstig. Og rigning. Það mætti halda að það væri enn vetur.
Ég varð bara ekkert var við þennan meinta jarðskjálfta þeirra. 4 á rikter. Það er ekki neitt. Hringið í mig ef þið verðið vör við svona 8-9 á rikter, þá skal ég skoða málið.
Svo var dagskrá rofin um daginn til að tilkynna að einhver pési sem mig grunar að sé spilltari en frugtaspiller hefði verið ráðinn í einhverja stöðu hjá Íslandsbanka, og í hans stað hefðu einhver aðrir lúðar verið færðir til í starfi. Já. Einmitt eitthvað til að panikkera útaf. Það að þigmaður hafi fengið vinnu hjá banka, ÞAÐ er eitthvað til að skoða aðeins nánar.
Ekki það að dagskráin hafi verið uppá marga fiska, en þetta gat alveg beðið þar til 19:00.
Þeir segja að kettir í Austurríki séu með kvef. Systir mín var með einhverja kveisu um daginn, afhverju ræða þeir ekki aðeins um hana? Það var sko alveg stórhættulegt. Hún hefði geta smitað mig!
Annars held ég að það hafi verið pylsurnar. Eða það að hún var búin að vaka nær stanslaust í 48 tíma vegna þessarar starfs-kynningar sem hún bjánaðist í.
Í gær voru 70 ár frá því fyrsta spitfire vélin fór á loft. Afhverju er ég að frétta það fyrst í dag? því einhverjir tveir kettir í evrópu eru kvefaðir! Að vísu er spitfire búin að vera úrelt í 60 ár...
Ég man smálega eftir því að í Rússlandi fyrir ekkert of löngu uppgötvaðist stof berklabakteríunnar sem er ónæmur fyrir fúkkalyfjum. Hvað varð um þann sjúkdóm? Það var mjög flottur sjúkdómur. Blóðugur.
Í fréttablaðinu var frétt á forsíðu þess eðlis að Aðal Löggi hefði áhyggjur af hnífaburði, og vildi helst banna hann með öllu. Nú ber ég á mér 2 hnífa hvert sem ég fer. Mig veitir ekkert af því, enda þarf ég að skera bæði og stinga. Hvað með það þó einhverjir asnar komi með borðbúnað sinn á djammið til þess að pota honum í hvorn annan? Mig varðar bara ekkert um það. Mig grunar samt að fleiri mæti með eigið öl á svæðið frekar en eldhúsáhöld, enda hefur mér frekar sýnst það.
Eftir smá stund kemst einhver asni í kjarnavopn, og þá verða sko alvöru fréttir.
Í einum pistla egils sá ég þetta: Ljótustu byggingar í Englandi
Hvernig væri svona listi á Íslandi? Allt smíðað eftir 1960, grunar mig. Ferkantað og grátt. Kommarnir og nasistarnir máttu eiga það að þeir smíðuðu mjög flott hús - þartil þeir tóku uppá því um 1960 að smíða ferkantaðar blokkir. Það er að segja kommarnir. Nasistarnir hafa ekkert smíðað síðan 1945, sem er svolítið slæmt. Allt sem þeir gerðu var nefnilega bæði vel gert og flott. Öll þeirra verk voru afar vönduð. Sumt var kannski ekki hugsað alla leið, eins og stærsta fallbyssa í heimi, eða flugvélarnar þarna sem voru með svo lítinn bensíntank að þær tolldu bara á lofti í korter, eða stærsti skriðdreki í heimi... reyndar var planað að smíða einn sem átti að vera stærri en hús og vega svipað og Herjólfur, en það varð aldrei neitt úr því. Hann hefði eytt nokkrum tonnum af olíu á hvern ekinn kílómetra.
Jæja. Ætli það sé ekki komið nóg.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli