Dagur 147 ár 3 (dagur 877, færzla nr. 435):
Það er einhver ískyggileg sjópadda inni í ísskáp. Mér lýst ekkert á hana. Mig grunar að hún geti á hverri stundu skriðið af stað og drukkið alla mjólkina, borðað allan ostinn.
Ég veit ekki hvernig skal lýsa þessari pöddu. Þetta er líkt snigli, eða blóðsugu, eða jafnvel lifur í laginu. Svona einskonar svört eða brún klessa. Ekki veit ég svo gjörla hvað snýr fram og hvað aftur á þessu, eða hvað er upp eða niður, eða hvað telst hlið. Fyrir allt sem ég veit gæti það sem lýkist hlið verið fram á þessu.
Mamma var eitthvað að pota í þetta í gær, og þá dróst þetta saman og varð hnöttótt. Og nú liggur Þetta hreyfingarlaust, og býður færis...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli