mánudagur, ágúst 28, 2006

Dagur 173 ár 3 (dagur 903, færzla nr. 443):



Chrysler 300. Aftur tók ég mig til og teygði aðeins á myndinni. Það veitti ekki af.



Það er ekki eins og það sé neitt mikið mál að fiffa saman bíl. Sko, maður byrjar með þetta nauðsynlegasta, 4 hjól, dyr, þak, skott... etc.



Maður gerir ráð fyrir framrúðu, opnanlegum afturgluggum, og því að skott og húdd halli aðeins - þetta á ekki að vera alveg eins og eldspítustokkur.



Svo er að fínisera þetta. þakið var alltof hátt - reyndar allur bíllinn, svo ég þynnti hann svolítið, lengdi hér, stytti þar, kom fyrir grilli og loksins ornamenti. Nú er þetta miklu flottara.



Enn er hægt að gera betur. Svo er bara að bæta við bakgrunni og lita þetta, og sjá, það lítur betur út en nýjasta týpa af Chrysler.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli