mánudagur, ágúst 21, 2006

Dagur 166 ár 3 (dagur 896, færzla nr. 441):

Vaktin í gær kann ekki að búa til kaffi. Ekki almennilegt kaffi. Bara dökkleitt vatn sem lyktar ekki ósvipað og kaffi.

Það er ekkert í fréttum sem hefur ekki verið þar undanfarna viku - fyrir utan þennan gæja sem lenti flugvélinni sinni úti í á.

Í blaðinu stendur að fíflið þarna, hvað heitir það... ég fletti því upp... Valgerður, ætli að senda meira fallbyssufóður.. ég meina friðargæzluliða til vígvalla í útlöndum, nú óvopnaða og jafnvel kvenkyns.

Jup. Búist við fréttum af því í framtíðinni að íslenskum friðargæzluliðum hafi verið nauðgað af barbörum. Frábært. Valgerður Utanríkisráðherra hefur ekkert vit á hernaði.

Ég hinsvegar veit allt sem þarf að vita um hernað. Sko, það er bara ein regla: ekki taka þátt í hernaði.

Ég er búinn að fara yfir þetta áður; það er staðreynd, ekkert ríki á jörðinni hefur í alvöru efni á því að standa í stríði. Við Íslendingar erum blessunarlega lagt frá öðrum löndum. Ég sé ekki afhverju það eitt og sér er ekki næg ástæða til að taka ekki þátt í erjum manna á milli.

Þegar þú hefur fyrir eigin heimsku álpast í hernað, þá er slæm hugmynd að mæta á blóðvöllinn óvopnaður. Vegna þess, að þegar þú ert byrjaður að herjast, ertu þegar búinn að tapa. Amen! Það að mæta vopnaður hjálpar þér að tolla lifandi.

Þetta skrifað, þá tek ég EKKI undir þetta baul í niðurrifsmönnum sem heimta að Íslendingar verði vopnlaus þjóð. Það er slæm hugmynd. Ég bendi bara á fíflin hér fyrir sunnan okkur, Breta, í því samhengi. Þar er allt krökkt af morðingjum og terroristum. Að ég tali ekki um múslimska öfgamenn með sprengjubelti og kóran í hvorri hönd.

Ekki til fyrirmyndar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli