fimmtudagur, ágúst 10, 2006

Dagur 155 ár 3 (dagur 885, færzla nr. 437):

Fór með hundinn út í gær. Niður í fjöru. Leist ekki á að fara í dalinn. Ef ég hefði gert það, þá væri dýrið þar ennþá að þefa allstaðar þar sem einhver hefur kastað vatni.

***

Var að ræða við stúdentagarðana. Mig er nefnilega farið að lengja eftir íbúð. þeir segja að ég sé á biðlista hjá þeim, og fái kannski ekki íbút fyrr en eftir dúk og disk. Mér skilst á þeim að 40 reykvíkingar hafi fengið íbúðir hjá þeim. Það finnst mér mjög undarlegt.

Þannig er nefnilega, að ég bý í vestmannaeyjum. Þessir 40 reykvíkingar búa í reykjavík. Afhverju þurfa þeir íbúð í RKV ef þeir nú þegar búa í RKV?

Heimilisaðstæður, segja þeir. Nú, ég hef miklu óhentugri heimilisaðstæður en þeir: ég bý í Vestmannaeyjum!

Ég hef bent þeim á þetta, en ekki mætt neinum skilningi. Þeim þarna í RKV finnst greinilega miklu verra að búa í foreldrahúsum, innan göngufæris frá háskólanum, en í Eyjum í lágmark klukkutíma fjarlægð, einungis á vissum tímum, með möguleika á ófærð, og kostnaði aldrei undir 3000 kalli í hvert skifti, bakaleiðin ekki talin með.

Þeir sögðu mér að ég gæti þurft að redda mér íbúð sjálfur. Ég sagði þeim hve vel það hefur gengið. Ekkert svar.

Allt fyrirkomulagið finnst mér sambærilegt við að greiða vinnandi manni atvinnuleysisbætur.

Ég er gáttaður á þessu.

Reykjavíkur-pakk.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli