föstudagur, ágúst 18, 2006

Dagur 163 ár 3 (dagur 893, færzla nr. 440):

Í fréttum heyri ég alltaf undarlega hluti.

Þar heyrði ég nýlega af þessum náunga sem ætlar að sögn að synda yfir ermasundið. Til að æfa sig, ætlaði hann að synda frá bryggjuhverfinu og eitthvað meðfram Borg Óttans. Hann varð að hætta þegar það varð skyndilehga dimmt.

Ekki veit ég hvernig maðurinn ætlar að synda yfir úthaf, ef honum lýst ekki á að synda í myrkri.

Íslenskum friðargæzluliðum fjölgað á Sri Lanka. Hvað í helvíti er friðargæzluliði? Nú, það er hópur manna sem stríðandi fylkingar fela sig á bakvið á víxl þegar þær plaffa hvor á aðra. Sem sagt, mannlegur skjöldur. Ekki myndi ég skrá mig í slíkt verkefni.

Mikið var mótmælt um daginn þegar Bush Fosseti sagðist eiga í höggi við Íslamska fasista. Allt í lagi, það er ekki alveg rétt hjá honum. Hann á í höggi við Íslamska Lénsræðissinna. Ekki alveg það sama og fasisti.

Svo ég útskýri, með hliðsjón af íslenskri pólitík: Samfylkingin er fasískur flokkur - þ.e. Sósíal-Demókratar, sem vilja að við búum öll í eins húsum með okkar eigin löggu í bakgarðinum. Framsókn er lénsræðisflokkur: bændur vinna fyrir mat, flestir eiga að vera bændur. Það á að vera kvóti, úthlutað af næsta leveli fyrir ofan, svona svo bændur auðgist ekki um of og næsta level fyrir ofan hafi stjórn á þeim.

Ekki fasistar. Ekkert betri, bara frumstæðari.

Um daginn var þetta: 4. Júní: Bretar hafa áhyggjur af"hnífamenningu".
15. Júlí: Bretar hvetja fólk til að skila inn hnífum til lögreglu til að sporna við almennum hnífaburði í tilraun til að minnka ofbeldi.
9. Ágúst: Hnífstunguárásum og vopnuðum ránum á Bretlandi fjölgar gífurlega í kjölfar stórfelldrar afvopnunarherferðar.

Ef maður reiðir sig um of á ríkið...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli