Dagur 178 ár 3 (dagur 908, færzla nr. 445):
Jæja. Komin til RKV aftur. Og gleymdi að sjálfsögðu kassanum með öllu draslinu sem mamma ætlaði að láta mig fá. Jæja.
Og nú er ég kominn í þessa íbúð. Hún er á stærð við músarholu. Mig vantar minna rúm og minna skrifborð, sýnist mér. Það kæmist samt fyrir... með herkjum.
Það er ísskápur þarna. Já. Eldhúsið er ekki stærra en svo að einn maður kemst þar fyrir í einu. Svona svipað eins og eldhúsið heima eftir að einhver setti þessa mublu þarna í miðjuna.
Það er skortur á bílastæðum. Það er vegna þess að þegar þetta hverfi var byggt átti enginn bíl. Menn bundu hestana sína við steina.
Í Japan þá eru bílar sumstaðar geymdir í einskonar færiböndum. Þú keyrir bara bílnum inn, og ferð út. Svo lyftist bíllin þinn upp, og einhver annar leggur undir, svo lyftist sá upp, og koll af kolli. Einskonar hringekja. Svo þegar þú ætlar að ná í bílinn aftur, þá bara cyclarðu í gegnum inventoríið þar til þú kemur að þínum.
Sniðugt.
Þetta mannvirki þarna, þar sem vegurinn til Þorlákshafnar mætir afleggjaranum til Hveragerðis... hvaða fífl hannaði þetta eiginlega? Afhverju er þetta ekkert merkt.
Jú, það er skilti. Sem maður getur séð ef maður veit af því. Svo stendur til boða að aka mót umferð. Veit ekki af hverju.
Sko, á svona slaufum eiga EKKI að vera "innakstur bannaður" merki, og ekki heldur umferðarljós.
Sem mynnir mig á það: það er búið að setja upp fleyri svona Death Ray 2000 (TM) umferðarljós síðan seinast. Þið þekkið þau: þið sjáið ekkert fyrir birtunni fyrr en þið eruð komin framhjá.
Hafið sem sagt í huga: ekki fara yfir á grænu, ökumenn sjá þig ekki fyrir ljósinu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli