mánudagur, september 04, 2006

Dagur 180 ár 3 (dagur 910, færzla nr. 446):



Ég sá athyglisverðan fótboltaleik í gær. Það var í kvennadeild. Bara annað liðið mætti. Þá vann það. Svo fengu þær bikar.

Já. Mér er sagt að það sé frítt inn á leiki í kvennadeild. Sem er líklega eins gott ef þær spila svona. Mig grunar nefnilega óljóst að áhorfendur séu ekki að bíða allan tímann eftir bikarafhendingunni.

Annars hef ég verið að velta nokkru fyrir mér í tengzlum við fótbolta:

Afhverju tala svo margir um að eitthvað sé jafn stórt og svo og svo margir fótboltavellir þegar þeir eru að tala um eitthvað stórt?

Ég meina, það eru ekkert allir fótboltavellir jafn stórir. Það gerir þá ekki að góðu viðmiði. Þið hljótið að hafa séð þetta. Sko: í útlöndum, þar sem allir eru molbúar, þar eru fótboltavellirnir 2 kílómetrar að lengd og 1.eitthvað á breidd, og það tekur Maradonna 4 daga að hlaupa alla leið yfir vollinn. Þessvegna skora þeir aldrei nema kannski 1 eða jafnvel 1 1/2 mörk í þessum leikjum þarna úti. Þetta hef ég séð í sjónvarpinu.

En hér, hér eru boltaleikir spilaðir á völlum sem eru rétt undir 100 metrum, ef þá svo langir. Það tekur boltamann ekki nema 3 korter að hlaupa hann enda á milli. Boltakona er svona 4 daga að fara sömu leið. Sem veldur því, að kvennaboltinn á íslandi er nokkurnvegin jafn hægfara sport og karlaboltinn úti.

Ef það væri hægt að krúnuraka þær og merkja þær Arsenal, ManUtd eða Chelsea í stað FH eða Valur, þá gætu áhorfendur hellt sig fulla og sparað sér flugfar til GB.

Ef það væri svo hægt að fá þær til að spila án búninga (sjá mynd hér að ofan) þá væri kannski eitthvað varið í að fyljgast með.

Ekki það að alvöru fótboltaáhangendur yrðu mjög ginnkeyptir fyrir því. Mig hefur lengi grunað að þeir séu eitthvað undarlegir. Þeir vita ekki einusinni hvað eru margir í svona boltaliði. Ég spurði einusinni marga fótboltaaðdáendur að því, en það varð fátt um svor. Svo fékk ég þær upplýsingar frá Ásgerði Helgu að það væru 11 menn í fótboltaliði.

Og ef þessir blessuðu fótboltaáhugamenn vita þetta ekki einusinni, hvað er það þá sem dregur þá að skjánum í 90 mínútur öðru hvoru, út á völl fyrir X mikinn pening og stundum alla leið til útlanda?

Ég veit það ekki.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli