fimmtudagur, september 28, 2006

Dagur 204 ár 3 (dagur 934, færzla nr. 454):

Þá er að dusta rykið af hinum sívinsæla illskumæli.

This site is certified 72% GOOD by the Gematriculator

Ég hef ekki verið nógu illur undanfarið, greinlega. Ég þarf að bæta úr því einhvernvegin. Ég er samt ekki í réttu klíkunni til þess, held ég. Ég kæmist aldrei í Ríkið, þar sem illskan býr.

Jæja...



Ég var annars að rúlla í gegnum þær myndir sem ég hef verið að birta hérna. Þær skiftast að miklu leiti í þrennt: myndir af bílum, myndir af köttum, og myndir af kvenfólki, eins og þessari hér að ofan.

Hvað merkir það? Veit ekki. Svo eru náttúrlega þessar myndir sem eru af öðru. Ýmsu athyglisverðu sem ég hef fundið á netinu.

***

Nú á að fylla í þetta lón. Var að fylgjast með viðbrögðum sækóanna við því. Þeir hengdu upp miða hér í hlöðunni, þar sem á stóð að í Sviss hefðu þeir byggt sér eitt svona kjarnorkuver uppá punt. Gott fyrir þá, segi ég. Notið endilega kol eða olíu í staðinn. Það vita það allir að kol og ólía menga ekkert, og að auki er það gott fyrir OPEC-ríkin.

Þeir segja að tapið af því að nota stýfluna yrði ekki nema 100 milljarðar núna, og svo ekkert eftir það. Bull, segi ég, og styð það svona:

Orkuverið sem stýflan er skaffar orku fyrir álver þar sem munu vinna u.þ.b 800 manns, hver með 350.000 í mánaðarlaun, eða 4.2 millur á ári. Af því stelur Ríkið væntanlega 40% strax, svo 24.5% í söluskatt og minnst 10% í toll, og að auki einhverju meira sem ég nenni ekki að reikna með til að fyllast ekki þunglyndi. Þeir fá þá í raun 1.7 millur fyrir sjálfa sig, sem þeir munu að öllum líkindum eyða í útlöndum til að spara.

af þessum 2.5 millum sem verða eftir á landinu fara 600K í ekkert - þ.e. eyðast upp í tilfærzlum innan kerfisins, helmingurinn af því sem þá er eftir fer í spyllingu -aftur innan ríkisins - og endar sennilega í útlöndum líka, og það sem þá er eftir fer í skóla, heilbrigðiskerfi og vegi. Þannig má gera ráð fyrir að c.a 900K verði eftir í landinu á ári.

Fyrir 800 manns gerir það 750.000.000 á ári. Ekki slæmt það. Það er sem sagt það sem við myndum tapa á því að nota stífluna ekki.

Hvað hefðu þessir 800 gaurar annars gert? Ja, ef þeir hefðu náð sér í vinnu með 250K á mánuði í laun, hvað þá? Nú, þeir borga sömu skattana, sem eru þá 102K á mann, og ríkið fær þá á ári um 17.8 millur, sem fer að megninu til í rugl - en í sömu hlutfölum, og eftir situr 666K X 800 = 533.000.000.

Það er 217 millu munur á ári. Það munar um það. Fyrir það er hægt að smíða 1/4 úr sendiráði í Evrópu, eða reka Landbúnaðarkerfið í næstum 2 mánuði, eða standa undir 10% af öllum nefndum á vegum ríkisins í hálft ár. Eða lagt það inn á bankabók hjá mér svo ég geti verið með 900K á mánuði til æviloka.

Næst verður það vonandi kjarnorkuver, svo jörðin glói undir fótum okkar. Sparar rafmagnið sko.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli