miðvikudagur, september 20, 2006

Dagur 196 ár 3 (dagur 926, færzla nr. 451):

Reykjavík er full af skrítnu fólki, finnst mér. Það kemur ekki hreint fram. Það er ekki, eins og Amma myndi segja: manneskjulegt.

Grámennskan gjörsamlega veður uppi í umhverfi mínu. Dæmi: nágranni minn sigaði löggunni á mig um daginn af því að ég í sakleysi mínu lagði í stæðið hans. Afhverju hann gat ekki sagt mér þetta kurteislega sjálfur er mér hulin ráðgáta.

Það er heldur ekkert pláss fyrir bíla neinsstaðar. það er vegna þess að yfirvöld hafa eitthvað á móti því að fólk aki. Sem segir mér beint að yfirvöld eru ekki mjög gáfuð:

Sko, ef maður er yfirvöld, þá á maður að skoða hvað fólk gerir og gera ráðstafanir útfrá því. Yfirvöld á íslandi taka ekkert mark á því or reyna í staðinn að stjórna hegðun fólks, og það fera alltaf nákvæmlega svona:

Fólk hegðar sér bara eins og áður, en vegna þess að það er nú frústrerað þá verður það pirrað.

Á stöðum í heiminum þar sem fólk er systematískt pirrað svona er hærri sjálfsmorðstíðni en annarsstaðar. Svo ég nefni sem dæmi Indland, þar sem fátæklingar eru fátæklingar því þeir eru fæddir þannig og eiga því bara að vera fátækir, eiga þeir það til að gefast upp og drekka smá þvottaefni.

Í Japan er ekkert að gera annað en að spila tölvuleiki. Fólk sem verður vart við vitleysuna í því á það til að kveikja á kolagrillum inní bílunum sínum. Stundum býður það vinum sínum að vera memm.

Hægt væri að halda áfram: Grænland, Brasilía, Kólumbía... þar er tíðni morða líka skuggaleg - (þumalputtareglan er 2 sjálfsmorð á hvert eitt morð, ég segi ekki að það séu ekki undantekningar, en þetta er góð regla... skv henni ættu að vera framin um 20 morð hér á landi á ári. Og satt að segja fyndist mér ekki veita af því eins og sumt fólk hegðar sér) - þó eru Grænlendingar ekkert sérlega hættulegir og í Brasilíu er maður öruggur ef maður þvælist ekki inn í fátækrahverfin. Þetta eru allt staðir þar sem vonleysið liggur í loftinu.

Í suðurríkjum Bandaríkjanna er sjálfsmorðstíðni frekar lág. Þar er hún til dæmis lægri en fyrir norðan, á Nýja Englandi til dæmis. Þeir fá líka nokkurnveginn að hegða sér eins og þeim sýnist.

Og mér sýnist Dr. Phil bara líða ágætlega.

Og enn og aftur vil ég benda á að gott væri að flytja höfuðstaðinn til Egilsstaða. Þið á Egilsstöðum, ef þið eruð að lesa þetta: borgarplan á að vera sett upp eins og hnitakerfi, ekki eins og hreyndýra mosi, og alls ekki með einhverjum "stofnbrautum". Það gafst ekki vel í RKV, það mun ekki gefast vel nokkursstaðar annarsstaðar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli