fimmtudagur, mars 30, 2006

Dagur 22 ár 3 (dagur 752, færzla nr. 390):

Það er nýlega komin út bók með einhverju eftir mig. Heila $10 kostar hún. Þarf að næla mér í eintak einn daginn. Veit ekki hvert ég ætti að láta senda það í augnablikinu. Ég veit nefnilega ekki nákvæmlega hve lengi hún verður á leiðinni, né hvar ég verð þá. Eftir mánuð.

Eða kannski ætti ég að bíða eftir hardcover útgáfunni? Hmm... Ég get beðið í tvær vikur eftir því.

Ég ætlaði að skrifa eitthvað annað, en gleymdi því...

Annars var ég að hlusta á eitthvert fíflið tjá sig í útvarpinu um daginn. Vildi láta rífa húsin á varnarliðssvæðinu, því það hefði svo slæm áhrif ef þau kæmu á markað. Og ég velti fyrir mér: hvernig hefði það slæm áhrif? Þá fengjum við upp í hendurnar það sem okkur vantar: ódýrt húsnæði.

Sumir vilja bara ekkert ódýrt húsnæði, og eru tilbúnir til að berjast gegn öllum hugmyndum um slíkt með kjafti og klóm.

Ég persónulega treysti þessu liði ekki fyrir verðmætum.

þriðjudagur, mars 28, 2006

Dagur 20 ár 3 (dagur 750, færzla nr. 389):

Fréttir. Fyrir nokkrum dögum voru allir með gífurlegar áhyggjur af hve krónan var orðin sterk. Sérstaklega útflytjendur. Við stórtöpuðum á þessu.

Nú er krónan nokkuð sterkari, og þá hafa þær raddir þagnað. En, enn er nöldrað, og aftur vegna meints stórtjóns sem við verðum fyrir vegna þess að krónan hækkar.

Ætlast þessir menn í alvöru til þess að ég taki mark á þeim? Það er sama hvað gerist, það hefur víðtækar slæmar afleiðingar! Einmitt...

Ég er með svo góða áhættudreyfingu hjá mér að ég hef mest lítið tapað á þessari ógurlegu lækkun þarna um daginn. Hvað var það? 10%? Athyglisvert... en mér hefur sýnst að venjuleg, regluleg sveifla margra fyrirtækja á Wall Street og NYSE sé allt að 20% yfir árið, upp og niður.

Nöldur útaf aumum 10%... helvítis kjaftæði. Þetta þýðir bara að við erum komin yfir í eðlilegt ástand. Við höfum aldrei áður séð eðlilegt ástand, það er bara málið. Allt heila landið hefur verið eins og eitt stórt, hrikalega illa reki fyrirtæki fram að þessu.

Þetta mun allt jafnast út á næstu 10 árum ef rétt er á haldið. Ef ekki verður heimsendir fyrr, eða meiriháttar ris fasisma í heiminum, þá ættum við að vera nokkuð vel sett eftir svona 100 ár. Haldið samt ekki niðri í ykkur andanum þangað til.

***

Var að lesa pistil Egils. Þar segir hann að Robert Louis Stevenson hafi skrifað Gulleyjuna fyrir frænda sinn, sem vildi lesa bók sem í væru engar kvenpersónur. Sá kvikmyndina. Tróðu þeir ekki einhverjum kvenmanni inní hana? Man ekki.

Allavega, drengurinn hans Egils vill ekki heldur hafa neinar kvenpersónur, enda nokkuð ljóst mál að þær skemma bara fyrir.

Þá varð mér hugsað til verka H.P Lovecraft. það er hægt að telja kvenpersónurnar í öllum hans verkum samanlagt á fingrum annarrar handar. Þið getið sannreynt það hér.

***

Og aftur að hinni gífurlegu varnarþörf landsins. Afhverju? Því það er í senn afar fyndið og ógnvænlegt fyrirbæri. Fyndið, því tilhugsunin um íslenskan er er svo út úr kú eitthvað, ég get ekki séð fyrir mér né tekið alvarlega nokkurn mann sem gengur í slíkri trúðsmúnderingu sem herföringjaátfittið er. Hverjum erum við annars að verjast? Álfum og huldufólki? Tröllum á fjöllum?

Ógnvænlegt, því vegna skorts á andstæðingum, verða andstæðingar fundnir þar sem stutt er í þá: þjóðin sjálf. Svona a la herforingjastórnin í Síle eða á Spáni hér í denn. Viljum við það? Þið vitið ekki einusinni hvað það var. Allt í lagi, orðum það svona:

Hugsið ykkur að árið sé 2020, og herinn sé kominn á laggirnar, fullur af liði sem er nýfætt núna. Skyndilega er mömmu eins þeirra eitthvað illa við þig, því þú skammaðir hundinn hennar eða sagðir henni að hinn krakkinn hennar væri að rispa bílinn þinn. Þá vill ekki betur til en svo að þú rankar við þér einn daginn uppi í þyrlu einhversstaðar á sveimi langt úti fyrir ströndum landsins, bundinn á höndum og fótum, á meðan bólugrafinn idjót glottir yfir þér, og segir: "Þú angrar ekki mína mömmu aftur" áður en hann lætur þig falla...

Og með þessari hugljúfu sögu segi ég bless að sinni.

laugardagur, mars 25, 2006

Dagur 17 ár 3 (dagur 747, færzla nr. 388):

Nú fer að koma að því. Nei, ég bulla, það er komið að því: ég þarf að finna aukagrein. Til 30 eininga.

Mér datt í hug jarðfræði. Þá fæ ég að skoða steingervinga og svoleiðis. Eða sálfræði. "Skýringar á hegðun", hljómar vel, ekki satt? Hagfræði lýst mér illa á, enda felur hún í sér stærðfræði. Uppeldis og kennslufræði er til. Hef ekki stúderað það mikið, en ég man að mér er frekar illa við krakka. Ég hef vilja og getu til að skjóta þá.

þá er bara að bíða og sjá...

***

Ljóðahornið, með Óskari Nafnleyndar


Óskar Nafnleyndar er virt, heimsfrægt skáld á sér-mælikvarða, enda dugir ekkert minna undir slíkan snilling.

Það væri örugglega hægt að fá hann til að koma hingað til lands einhvern daginn gegn vægri greiðzlu ef hann færi einhverntíman héðan af landi.

En, við skulum ekki orðlengja:

Deivid Attenboró

Deivid Attenboró er mikið tröll,
því ég veit ekki um hentugt orð sem rímar við séní
en það skiftir ekki máli núna því þetta ljóð er komið út í tóma dellu
og hann myndi lemja mig ef hann kæmist að þessu.


Morgan Kein

Morgan Kein
minnti mig á jólasvein
er hann var úti eitt kvöld
fyrir heilli öld

Hann fór inn á bar
og settist þar
og bað um bjór
sem væri stór

En bjórinn var búinn
og barinn var fúinn
og Morgan varð reiður
en vertinn varð leiður

Morgan hljóp mikið kapp í kinn
og hann sótti Coltinn sinn
og át hann.

fimmtudagur, mars 23, 2006

Dagur 15 ár 3 (dagur 745, færzla nr. 387):

Það er gaman af þessum teljara þarna. Hann segir mér hvaðan fólk sem kíkir við kemur. Flestir koma frá Íslandi, enad ekki við öðru að búast. Það er betra að tala málið, eða að minnsta kosti skilja það á prenti.

Þó eru nokkur hitt frá öðrum löndum, eitt frá Hollandi, sem ég tók eftir, og annað frá Sunnyvale í Kalíforníu. Ég veit ekki hvað það er. Var það ekki staðurinn þar sem Böffí bjó?

Svo er líka hægt að sjá hvernig fólk ratar hingað: flestir klikka á link hjá eyjabloggurum, eða Bogga eða Helga, en þó Þekkist að menn rati hingað af Google. Og hvað þurfa menn að skrifa til að vera vísað til mín?

Nú, pólverjar+páfinn auðvitað. Eða: súkkulaðikaka barnaafmæli uppskrift; eða hlutabréfaviðskifti; eða negotium perambulans eða jafnvel negotium perambulans in tenebris "Psalm 91". ÞAnnig komst sá Hollenski hingað.

Já. Hvort sem þú hefur áhuga á Páfanum eða súkkulaðikökum, ég hef rætt lítillega um þetta allt.

Og dýnamít. Það verða allir að eiga dýnamít. Lífsnauðsynlegt, það.

miðvikudagur, mars 22, 2006

Dagur 14 ár 3 (dagur 744, færzla nr. 386):

Ég las í gær lærða ritgerð um smekk. Datt í hug júróvissjón keppnin. Hún er nefnilega ansi slæmur smekkur. Það er nákvæmlega ekkert við þá keppni sem lýsir góðum smekk.

Sjáum til: Silvía Nótt keppir fyrir íslands hönd. Hún er afar smekklaus fígúra. því að hún skyldi vinna var harðlega mótmælt, á afar smekklausan hátt - þetta er keppni í smekkleysi, því ekki að senda pésann sem kærði hana með til tyrlands eða fjarskanistan eða hvar sem þessi keppni er haldin, svo hann geti staðið fyrir utan með mótmælaspjald á meðan. Það yrði mjög smekklaust.

***

Og já, ég er búinn að finna lausn á þessu með herþoturnar:



Íslendingar ættu að hafa efni á eins og fjórum svona.

Og hey, fyrir einungis 4 milljónir á ári get ég tekið að mér að koma á fót her. Ég get ekki lofað því að sá her geri það sem ríkið biður hann um, en það er bara betra. Hann terroriserar engan á meðan.

mánudagur, mars 20, 2006

Dagur 12 ár 3 (dagur 742, færzla nr. 385):

Í gær sá ég í sjónvarpinu mann sem spilaði á píanó. Með honum var skræka kellingin þarna. Hann sagði eitthvað í líkingu við þetta: "það er svolítið skrítið að segja í sjónvarpinu að það þurfi enga mynd".

Hmm. Nei, mér fannst það ekki skrítið. það sem mér fannst hinsvegar skrítið, var að maðurinn var í raun og veru með útvarpsþátt í gangi þarna. Það var ekkert myndrænt við neitt sem var á seiði. Það sem var skrítið er að hann hafi ekki áttað sig, né neinn af aðstandendum RÚV, á að þarna var á ferðinni útvarpsefni, sem bara einfaldlega kemur ekki vel út í sjónvarpi.

En, kannski var bara ekkert pláss á dagskrá Gufunnar þann daginn, svo maðurinn neyddist til að fá pláss í sjónvarpinu með þáttinn sinn. Sem er slæmt mál, því hann er nú ekki mikið fyrir augað, maðurinn, og skræka kellingin gæti valdið martröðum meðal yngri kynslóðarinnar. Það hefði verið til bóta að hafa enga mynd.

***

Friður púntur is.

Friðarsinnar. Þvílík fífl. Þetta er sama liðið og hefði gengið í kommúnistaflokkinn hér fyrir 20-30 árum. Þeir eru enn að mótmæla stríðinu í Írak. Það er svona ámóta gáfulegt og að mótmæla virkjanaframkvæmdum við Kárahnjúka: Þeir eru nefnilega of seint á ferðinni.

Hvernig hefði verið að mótmæla stríðinu í Írak: A: áður en það hófst, eða B: á meðan það stóð yfir? En þeir gerðu það nú víst, greyin. Og létu ljúga sig fulla, eins og til var ætlast. (Ég er enn á því að hvorki hryðjuverk né olía sé aðal-ástæðan.)

Afhverju eru þessir sauðir ekki að mótmæla hersetunni sem stendur yfir? Horfandi framhjá því að kaninn er það eina sem skilur Írak frá borgarastyrrjöld. Friðsamri borgarastyrrjöld sko...

Svo segja þeir hluti eins og Nú væri bara óskandi að ríkisstjórnin hefði döngun í sér til að segja upp herstöðvasamningnum og segja síðan skilið við NATO. Hvað þýðir "döngun"?

Þetta er ekki hópur sem ég umgengst, það er ljóst mál. Ég skil ekki hvað þeir segja.

Og hvað með þetta: í Írak. Þar starfa nú tugþúsundir hermanna í þjónustu einkafyrirtækja eða “öryggisverktakar” eins og þeir eru nefndir í íslenskum fréttum.

Ég hef aldrei heyrt þetta orð talað, "öryggisverktaki." Aldrei. Hef samt alltaf horft á fréttir og stundum hlustað á þær líka, enda vill amma hafa þær stilltar nógu hátt til að Valla heyri þær líka til sín - í Æsufellið.

Það hljóp aldeilis á snærið hjá þeim núna, þegar loksins var tilkynnt formlega að þoturnar færu. Ég get svarið það að ég hélt þær væru á leiðinni burt anno domini 2004, þegar þeir voru að leika sér á þeim umhverfis Vestmannaeyjar. Afhverju grunar mig enn að innlendir pólitíkusar hafi alltaf vitað af þessu, og spili sig svona bláeyga núna til að hafa einhvern vondan kall til að benda á?

Ég meina, háværasti öfgahópur... ég meina þrýstihópur landsins hatar kanann með sérstakri áherzlu á Bush. Því ekki spila aðeins á þann hóp? Þeir á þingi hljóta að hafa vit til að gera það.

Þeir eru með linka inná athyglisverðar fréttir: Innrás... Aftur.

Þeir hafa nokkuð til síns máls að finna að þessu. Hmm, skoðum aðeins vandamálið, og lausnina á því:

Í Írak búa yfir 26 milljón íbúar. Fyrir stríð var þar a lögga á hverja 50 íbúa. Það er nefnilega nauðsynlegt í fasistaríkjum að hafa virka löggæzlu. Landinu var algerlega ráðið af Súnní múslimum, sem voru og eru 32-37% landsmanna. Það er svona svipað og ef Íslandi væri ráðið af Samfylkingunni, kjósendum þeirra og engum öðrum, og það væru 6000 löggur með vélbyssur til að hindra alla aðra í að vera með stæla.

Þessi ca 35% landsmanna áttu allar eignirnar og alla peningana og fóru með öll völdin. Það útskýrir af hverju þeir eru í fýlu núna, þegar þeir eru þvingaðir til þess að fara með aðeins 35% af völdunum, og verða að láta af hendi landssvæði hinna hópanna, en það vill einmitt svo skemmtilega til að það eru landssvæðin með allri olíunni, eða uppsprettu 95% allrar landsframleiðzlunnar.

þar sem flestir Súnníar, þeir sem réðu og þar af leiðandi þeir sem verið var að ráðast á bjuggu á landssvæði sem kallast Súnní þríhyrningurinn, og inniheldur borgirnar Tikrit, Ramadi, Falluja og Samarra, þá hefði verið flottur og áhrifaríkur leikur að bara einfaldlega jafna þessar borgir við jörðu. Og Bagðdad líka, úr því maður er að þessu á annað borð. Engar stýrigflaugar, bara gamaldags sprengjur, TNT og napalm, eða hvað sem það heitir sem þair nota til að kveikja í fólki nú orðið.

Eftir það hefðu þeir átt að leita uppi og skjóta alla eftirlifandi Súnníta. Ekki handsama, helur drepa. Það verður að gerast, því annars fara þeir að hryðjuverkast á hinum Írökunum á eftir. Það getur bara verið einn trúflokkur á hverju svæði í einu.

Ekkert veldur friði jafn vel og þjóðarmorð.

En hey, það held ég að félag friðarsinna á Íslandi yrði fyrir verulegu áfalli ef skyndilega yrði friður á jörð og upp myndu spretta skógar og engi og allt jarðrask af mannavöldum myndi hverfa eins og dögg fyrir sólu.

Fyrsta því þá hefðu þeir ekkert til að mótmæla, og seinast því ljónin myndu borða þá.

Þetta eru jú kommúnistar. Og var ekki alltaf friður í Sovjetinu? Jú jú. Og í hvert skifti sem Stalín sagði "Mír", þá dó einhver af hans völdum. 2 á mínútu, alla daga, í 20 ár frá stríðslokum, þar til Stalín hrökk uppaf. Þá hægðist aðeins á þeim morðum.

Svo heyrði ég í gær að einhver hefði komist að því að ál héðan fer í að framleiða eldflaugar og skriðdreka í útlöndum. Vissulega er það skandall! Þeir eiga að framleiða helvítis eldflaugarnar og skriðdrekana hér!

Að vísu hef ég ekki mikla trú á ál-skriðdrekum. Það er til kvikmynd um þennan skriðdreka. Kíkið á hana. Frasier er í henni.

Úr áli???

föstudagur, mars 17, 2006

Dagur 9 ár 3 (dagur 739, færzla nr. 384):

Hvað kostar að hafa her? Lof mér að svara því:

Gerum fyrst ráð fyrir því að hver maður kosti ekkert - sem er tóm della, því hver maður sem er í her og er því ekki að vinna kostar samfélagið stórfé hvern dag sem hann vinnur ekki.

Næst gerum við okkur grein fyrir að allar tölur eru byggðar á magninnkaupum. Her er ekki bara einn gæji með riffil, heldur nokkur þúsund.

Næst skulum við gera okkur grein fyrir því að á Íslandi verður ekkert gert á ódýrasta hátt. Ekkert AK-47 hér. Sorrý. Ég veit að þær virka þó þær séu fullar af sandi, það bara er ekki málið. M-16, ódýrasti samkeppnisaðilinn, er tvöfalt dýrari.

Allt í lagi:

Riffill: H&K. 223 caliber, 30 skot, dregur... langt. Kostar alveg helling.

M-16 kostar Bandaríkjaher ca 500$. Þetta tæki fer þá líklega á 600$. Miðum við það.

Segjum að það séu 40.000 krónur.

.223 ammó kostar 1000 kall pakkinn, sem er 50 kr á skot. Við getum gert ráð fyrir að fá það með góðum magnafslætti, eða 20 kr á skotið.

Skothelt vesti kostar á bilinu 60-100.000 kr.

Skór: 4000, buxur: 2000, úlpa: 2000, kevlar hjálmur: 15.000, nærföt: 1000.

Það gerir 124-164.000 bara til að græja einn gæja upp, mínus ammó.

Á dag mun okkar maður þurfa að borða, það gerir 3-500 krónur á dag, og hann mun þurfa að sunda smá skotæfingar, ca 500 skot á dag, það er 10.500 krónur á dag, í 365 daga. Það er 3.8 milljónir á ári.

Nú, venjulegur herriffill endist í svona 15.000 skot, og við stanslausar æfingar eins og ég hef mynnst á, mun hver maður skjóta 180.000 skotum á ári. Það þýðir að þeir ganga frá 10-12 rifflum á ári. Bætum því við: 4.2 millur.

Föt: gerum ráð fyrir að okkar menn verði látnir labba 5-10 kílómetra á dag til að halda þeim í formi. Skórnir endast þá í svona 6 mánuði og allur gallinn í svona 3. Það er 28.000.

Gott er að geyma mannskapinn í svona bröggum. Braggi ætti ekki að þurfa að kosta nema svona 10 millur, staðsettur einhversstaðar utan Reykjavíkur. Ríkið ætti að geta pungað því út á nó tæm. Við getum gert ráð fyrir að þurfa nokkra bragga. Fer eftir hve mikinn mannskap við höfum.

Hummer jeppi kostar almennan ameríkana næstum 10 milljón kall. Her ætti að geta fengið einn á svona... 5. Hummer eyðir 40 á hundraðið á góðum degi. Miðað við 15.000 km á dag gerir það 640.000 á ári. Það komast 4 menn í Hummer. Það gerir 160.000 á mann. Þá erum við komin uppí 4.4 millur á mann. Mínus hús.

Já. Hvað þarf herinn að vera stór? Ja, einn gæji kostar okkur 4.4 millur á ári, mínus innkaup á húsi og bíl. Það eru 15 millur extra.

1000 gæjar kosta þá 4.4 miljarða á ári, og það er bara ekki mjög stór her. Þá er ökutækjakostnaður líka kominn uppí 1.2 milljarða og húnæði - miðað við að hver kofi taki 20 manns, komið í 500 millur. Það eru um 6 milljarðar á ári.

Og ég var ekki einusinni byrjaður að tala um .50 kalibera byssur, handsprengjur, þyrlur, skip og annað í þeim dúr.

Her? Við færum á hausinn.

fimmtudagur, mars 16, 2006

Drumbur Skipstjórans: Dagur 8 ár 3 (dagur 738, færzla nr. 383):

Herinn er að fara. En samt ekki. Þeir ætla nefnilega bara að draga saman umsvif sín á vellinum. Það er ekki það sama og að fara, en það er nógu slæmt, því þyrlurnar fara, og við það að missa þær þarf ríkið allt í einu að fara að passa uppá að okkar eigin þyrlur séu í lagi. Það kostar víst jafn mikið og að reka sendiráð í Kambódíu að reka þessar þyrlur.

Þegar eg heyrði fréttirnar í gær, virtist mér að þeir væru allir mjög undrandi á þessu, þingmenn. Var ekki búið að segja þeim frá þessu? Ég er hissa á að þeir skuli vera hissa. Voru þeir ekkert að hlusta þegar kaninn talaði við þá? Sátu þeir kannski bara og sögðu einhver orð af handahófi, svone eins og amma? Mig grunar það.

Og hvað með allt þetta fjas um öryggi landsins? Allt í lagi, það lá allt í þyrlunum. Þess utan er ansi hæpið að gerð verði innrás. Ég meina: hvaðan? Rússarnir koma ekki lengur. Hverjir þá? Færeyingar? Norðmenn?

En ég, líkt og aðrir kjósendur, ræð víst litlu þegar að meintu óöryggi landsins kemur. Ef fíflin vilja her, þá verður stofnaður her. En ég vil gera mitt til að stöðva það:

Það kostar meira en sendiráð í Istanbúl að hafa her. Hvort metiði meira?

Öryggi landsins... hryðjuverkaógn. Plöh. Hryðjuverkamennirnir hafa unnið, og við vorum ekki einusinni að keppa. Það þarf ekki að gegnumlýsa okkur. Það gerir ekkert til þó einn og einn maður rölti niður í bæ vopnaður hníf og gaffli. Áramótabrennur eru ekki ógn við lýðræðið, né heldur flugeldar.

Það er ekki hættulegt að ganga um í miðbæ Reykjavíkur. Að minnsta kosti hef ég aldrei verið myrtur þar. Reyndar man ég ekki til þess að ég hafi nokkuð verið myrtur.

Sem færir mig aftur að öðru, skildu máli: hvað er eiginlega með víkingasveitina? Sá brandari er bara ekkert fyndinn lengur. Þið megið leggja hana niður núna. Ég er viss um að þið getið fjármagnað eins og eitt feitt embætti einhverstaðar fyrir peninginn sem sparast. Þið getið selt vopnin í Veiðivon á eftir. 9 mm. Gott á hreindýr.

þriðjudagur, mars 14, 2006

Dagur 6 ár 3 (dagur 736, færzla nr. 382):

Til að halda í við sjúkdómsvæðinguna:

Í dag skulum við tala aðeins um algengt krónískt heilsufarsfyrirbæri. Það nefnist Gilberts syndróm, or er arfgengt. Það er ekki almennilega vitað hve margir eru haldnir þessum kvilla, en það er giskað á að það séu á milli 3-7%, þannig að ef þið þekkið 30 manns, þá þekkið þið einhvern með þetta. Og þar sem svona stór hluti mannkyns er með þetta heilkenni, er þetta mjög líklega algengasta heilkennið.

Þetta er ekki sjúkdómur, þannig séð, og veldur eiginlega engum einkennum, svona yfirleitt. En þetta er lifrarkvilli, þannig að ef það kemur eitthvað auka-álag á lifrina þá getur viðkomandi orðið lítillega gulur á litinn. Flestir verða þó aldrei varir við neitt. Karlmenn með kvillann eru 2-5 sinnum fleyri en konur.

Annað sem gæti hugsanlega bent til þess að þið séuð illa haldin af þessu er minniháttar magakveisa, almenn þreyta og morgunógleði (yfirleitt tengt meðgöngu, en við getum ekki öll gengið með, þannig að ef þú færð morgunógleði án þess að hafa verið fullur daginn áður eða með barni... nú... reiknaðu þetta út.)

Gilberts syndróm greinist oftast á milli 20-40 ára aldurs. Venjulega við blórannsókn, en þá finnst lítillega meira magn af efni sem heitir "bilirubin". Það er vegna þess að lifrin framleiðir ekki nóg af enzímum til að losna við þetta efni.

Og hvað er bilirubin?

Bilirubin verður til við það að hemoglobin brotnar niður. Jæja. Það þýðir, að ef þú ert með Gilberts syndróm, þá ertu sennilega líka með hemóglóbín, sem er bara gott mál.

Og hvað nákvæmlega gerir það til ef maður er með þetta? Ekkert. Ekki neitt. Breytir engu. Gleymið því bara að ég hafi skrifað þetta. Það þýðir ekkert að hlaupa út í apótek eftir lyfjum. Drekkið bara kók ef þið fáið í magann.

Og að mynd vikunnar:



Þetta er nú svoítið krípí mynd. Kemur málinu ekkert við, en þið verðið að viðurkenna að það er eitthvað við hana sem er... bara flott.

laugardagur, mars 11, 2006

Dagur 3 ár 3 (dagur 733, færzla nr. 381):

Afhverju er ekkert almennilegt íslenskt efni í sjónvarpinu?

Svarið við þessari spurningu er... það veit ég ekki. Það er ekki eins og það sé neitt súper erfitt að sjóða saman almennilegt efni.

Júróvisjón söngvakeppnin er EKKI íslenskt efni. Ekki heldur Ædolið. Gleymið því.

Í gær sá ég afar óáhugaverðan þátt á skjá einum... hluta af afar óáhugaverðum þætti á skjá einum, þ.e. Þetta var eins og Sylvía Nótt 2, bara verra. Sylvía var fyndin í svona 10 sekúndur.

Og hvað var/er Sylvía? Jú, Ali G ripoff.

"Kallakaffi" var "Cheers" ripoff, nema hvað það var ekkert fyndið, "Volgt er litur" eða hvað sem þættirnir þarna á rúv hétu voru ripoff af einhverju... sænsku held ég, er samt ekki alveg viss, og það eru einhverjir þættir í USA sem Spaugstofan er ripoff af.

En það er ekki allt, því ég man eftir seríum á skjá einum sem voru fengnar með ærnum tilkostnaði frá öðrum löndum, eins og batsilorinn og hreingerningaþátturinn. Allt eitthvað sem ég er viss um að rýkur út á DVD.

En það hafa verið gerðir góðir þættir, það er ekki vandamálið: til dæmis voru þættirnir hans Hrafns, um fíflið þarna sem lét kveikja í öllum alveg hágæða efni, þó efniviðurinn hafi verið fráhrindandi, "Réttur er settur" átti alveg skilið að endast í meira en einn þátt, það voru bara stælar að slá það af.

Allt í lagi, ef menn vilja stela, því ekki að stela hugmyndum sem eru ekki drama, því það klúðrast allt í höndunum á íslenskum leikurum, og er ekki fullt af lélegum bröndurum, því við skulum bara gera okkur grein fyrir því að á meðan einhver einn gæji, sem er ekkert svo fyndinn er að sjóða saman þáttaseríu á íslandi, þá eru svona 20 á bak við hvern þátt af td "friends".

Svo ég mæli með að við rænum þáttum eins og "Charmed", "The Dukes of Hazzard" og "The twilight Zone".

Hvernig?

Jú, sjáið þetta fyrir ykkur: Sæmi fróði býri í breiðholtinu, og eftir að hafa á lymskulegan hátt gert samning við djöfulinn á þess að tapa sálinni fær hann alltaf öðru hvoru í heimsókn til sín púka. Í kjölfarið springur svona tonn af húsgögnum í tætlur með miklum tilþrifum.

Sponsorað af IKEA.

Eða: Nokkrir landabruggarar í nágrenni Blöndóss eru í stöðugum erjum við Blöndós-PD, með þeim afleiðingum að þeir þurfa að stökkva yfir gil einu sinni í viku að jafnaði.

Sponsorað af Ingvari Helga.

Eða: Fólk í borg óttans lendir í allskyns skrýtnum hlutum á djamminu, á leið heim úr vinnu eða í sumarbústaðnum. Dæmi: maður kemst að því einn daginn að dyrnar til helvítis eru undir brunnloki í Breiðholtinu. Hann opnar það, og kemst að því hvernig á því stendur að Framsókn er við völd í alvörunni.

Og svo framvegis.

Skemmtið ykkur við þetta.

fimmtudagur, mars 09, 2006

Dagur 1 ár 3 (dagur 731, færzla nr. 380):

Lát oss sjá... það má ekki sæækja um á garði fyrr en 1 júní, og svo er tímabilið frá 1. september til 31. ágúst, nema á Gamla Garði og hluta Skerjagarðs þar er tímabilið frá 28. ágúst til 26. maí, svo ég peisti beint af heimasíðunni.

Það næstum 9 mánuðir eða ár. Reinkun nú: Boggi segir að það kosti 45-50 þúsund á mánuði. Það gera 540-600.000 yfir árið, eða 396-456.000 ef ég fæ húsaleigubætur; 405-450.000 yfir 9 mánuði eða 297-342.000 með bótum. Og eitthvað þarf ég nú að borða.

Ég þarf tilfinnanlega vinnu. Eða stóran lottóvinning.

Samt er athyglisvert að upplýsingar mínar skuli koma frá Bogga en ekki frá Stúdentagörðum. Svona er kerfið. Maður þarf að rölta til þeirra og spyrja. Eins og ég nenni því.

Hugsum okkur nú ef þeir settu á hærri skólagjöld (hærri segi ég, því innritunargjaldið er ekki annað,) þá gæti orðið verulega dýrt að stunda þetta hobbý. Og mér verður hugsað til Danmerkur, þar sem menn fá borgað fyrir að mæta...

miðvikudagur, mars 08, 2006

Dagur 365 ár 2 (dagur 730, færzla nr. 379):

Þá er þetta blogg orðið 2 ára.

Hverskonar orð er þetta annars, "blogg"? Það hljómar frekar illa, fer ekki vel í munni og lítur asnalega út á prenti. Ekki það að "weblog" sé eitthvað skárra. Það hljómar einsog karakter í Star trek.

"I am Weblog of Sirius!"

Glæsilegt.

Hvað býður næsta ár uppá?

Nú, mig vantar 500.000 krónur. Minnst. Sem þýðir að ég þarf vinnu, helst yfir veturinn líka. Eða, ég get hætt þssari vitleysu, og gert eitthvað annað; til dæmis smíðað mér hús. Eða keypt eitt. Þá vantar mig samt vinnu.

Kem að því sinna. Það er heilt ár framundan.

þriðjudagur, mars 07, 2006

Dagur 364 ár 2 (dagur 729, færzla nr. 378):

Það var nú meira veðrið í gær. Örugglega 14 vindstig. Og rigning. Það mætti halda að það væri enn vetur.

Ég varð bara ekkert var við þennan meinta jarðskjálfta þeirra. 4 á rikter. Það er ekki neitt. Hringið í mig ef þið verðið vör við svona 8-9 á rikter, þá skal ég skoða málið.

Svo var dagskrá rofin um daginn til að tilkynna að einhver pési sem mig grunar að sé spilltari en frugtaspiller hefði verið ráðinn í einhverja stöðu hjá Íslandsbanka, og í hans stað hefðu einhver aðrir lúðar verið færðir til í starfi. Já. Einmitt eitthvað til að panikkera útaf. Það að þigmaður hafi fengið vinnu hjá banka, ÞAÐ er eitthvað til að skoða aðeins nánar.

Ekki það að dagskráin hafi verið uppá marga fiska, en þetta gat alveg beðið þar til 19:00.

Þeir segja að kettir í Austurríki séu með kvef. Systir mín var með einhverja kveisu um daginn, afhverju ræða þeir ekki aðeins um hana? Það var sko alveg stórhættulegt. Hún hefði geta smitað mig!

Annars held ég að það hafi verið pylsurnar. Eða það að hún var búin að vaka nær stanslaust í 48 tíma vegna þessarar starfs-kynningar sem hún bjánaðist í.

Í gær voru 70 ár frá því fyrsta spitfire vélin fór á loft. Afhverju er ég að frétta það fyrst í dag? því einhverjir tveir kettir í evrópu eru kvefaðir! Að vísu er spitfire búin að vera úrelt í 60 ár...

Ég man smálega eftir því að í Rússlandi fyrir ekkert of löngu uppgötvaðist stof berklabakteríunnar sem er ónæmur fyrir fúkkalyfjum. Hvað varð um þann sjúkdóm? Það var mjög flottur sjúkdómur. Blóðugur.

Í fréttablaðinu var frétt á forsíðu þess eðlis að Aðal Löggi hefði áhyggjur af hnífaburði, og vildi helst banna hann með öllu. Nú ber ég á mér 2 hnífa hvert sem ég fer. Mig veitir ekkert af því, enda þarf ég að skera bæði og stinga. Hvað með það þó einhverjir asnar komi með borðbúnað sinn á djammið til þess að pota honum í hvorn annan? Mig varðar bara ekkert um það. Mig grunar samt að fleiri mæti með eigið öl á svæðið frekar en eldhúsáhöld, enda hefur mér frekar sýnst það.

Eftir smá stund kemst einhver asni í kjarnavopn, og þá verða sko alvöru fréttir.

Í einum pistla egils sá ég þetta: Ljótustu byggingar í Englandi

Hvernig væri svona listi á Íslandi? Allt smíðað eftir 1960, grunar mig. Ferkantað og grátt. Kommarnir og nasistarnir máttu eiga það að þeir smíðuðu mjög flott hús - þartil þeir tóku uppá því um 1960 að smíða ferkantaðar blokkir. Það er að segja kommarnir. Nasistarnir hafa ekkert smíðað síðan 1945, sem er svolítið slæmt. Allt sem þeir gerðu var nefnilega bæði vel gert og flott. Öll þeirra verk voru afar vönduð. Sumt var kannski ekki hugsað alla leið, eins og stærsta fallbyssa í heimi, eða flugvélarnar þarna sem voru með svo lítinn bensíntank að þær tolldu bara á lofti í korter, eða stærsti skriðdreki í heimi... reyndar var planað að smíða einn sem átti að vera stærri en hús og vega svipað og Herjólfur, en það varð aldrei neitt úr því. Hann hefði eytt nokkrum tonnum af olíu á hvern ekinn kílómetra.

Jæja. Ætli það sé ekki komið nóg.

laugardagur, mars 04, 2006

Dagur 361 ár 2 (dagur 726, færzla nr. 377):

Amma er að flytja. Eða það er hugmyndin. Sem er slæmt, því þá get ég hvergi verið. Ég veit vel að ég hef ekki efni á að búa neinsstaðar, sérstaklega ekki í RKV, nema ég hafi í hyggju að steypa mér í skuldir. Ég nenni því ekki, og er trúlega eini maðurinn á landinu sem er þannig hugsandi.

Já. Ég er að reyna að stúdera hvað það kostar að búa í Borg Óttans. Stúdentagarðar neyta að gefa mér upp tölu. það eina sem ég man er tölur úr sjónvarpinu: 80-100 á mánuði.

Ef ég hef engar upplýsingar, hvernig á ég þá að gera mér grein fyrir stærð vandamálsins?

Hvað þá?

Flytja aftur til eyja, reyna að safna meiri pening. Það virðist vera eina lausnin. Eða vinna í lottóinu. Það hefur hinsvegar ekki verið að gera sig undanfarið. Best væri að vera í svona klíku, því þá gæti ég verið rekinn. Það eru víst feikna peningar í því nú til dags.

Álverið vildi ekkert með mig hafa á sínum tíma. Ég veit ekki af hverju. Það hefði verið lífvænlegt, jafnvel af sumarkaupinu.

Hmm...

föstudagur, mars 03, 2006

Dagur 360 ár 2 (dagur 725, færzla nr. 376):

Amma er mjög á móti álverum. Henni finnst álverin ljót, þess vegna er hún á móti þeim. Ég geri mér grein fyrir að það er ein ástæða til að vera á móti hlutum, en mér finnst það ekki alveg fullnægjandi ástæða.

Betri ástæða er þessi:

Þeir sem byggja álver á Íslandi fá styrk til þess frá ríkinu. Það þýðir, að það er miklu praktískara að skella upp álveri en einhverju öðru peningaframleiðzlubatteríi. Sem veldur því að í stað fjölbreytni verðir einhæfni, alveg eins og í denn þegar menn annaðhvort unnu í síld eða voru atvinnulausir, eða þar áður þegar menn voru annaðhvort bændur eða þrælar... ég meina vinnumenn.

Afhverju má ekki skella up álplötuverksmiðju við hlið einhvers af þessum álverum? Eða álfelguverksmiðju? Eða áldósaverksmiðju? Hvað með hergagnaverksmiðju?

Mig grunar að það séu meiri peningar í álfelgum per tonn en í hráefninu áli.

En slík batterí fá ekki fyrirgreiðzlu frá ríkinu, en virðast vera bæld niður í staðinn.

Og í Álver þarf mannskap. Ekki endilega menntaðan mannskap, heldur bara fjölda fólks. Þarf. Sem þýðir aftur að menn þurfa annað hvort að vinna í álveri eða fara í skóla, og það er betra fyrir ríkið að menn vinni í álveri. Það er kannski þess vegna sem þeir vilja koma á skólagjöldum. Til að fæla fólk í álverin?

Annað hvort það, eða við getum flutt inn fólk frá Póllandi.

Þannig að þið sjáið það, álver gæti verið afar falleg bygging, til mikils listræns sóma, en það eru hinsvegar skuggahliðar á málinu sem fá mann til að hugsa.

Já. Amma er á móti álveri vegna þess að henni finnst álver ljót. Hvað ef henni þætti álver falleg?

Eitt og eitt álver er bara af hinu góða, en gætuði aðeins...

***

Ég las í fréttablaðinu að verið væri að mótmæla því að Bauhaus fengi lóð í Mosó. Seinast varð Bauhaus að víkja fyrir Byko. Minnir örlítið á Irving málið. Þeir gerðu sér ekki grein fyrir því, greyin, að olíufélögin og ríkið eru eitt. Atlantsolía er í svolítið keimlíkum vandræðum. Heyrði athyglisverða sögu af því um daginn. Segi ykkur hana kannski einhverntíma, ef þið eruð góð.

Bissness innan Íslands er á sandkassastiginu. Menn hugsa um að einoka fyrst, græða svo. Það verður að gera nýjum aðilum erfitt að koma inn, hugsa þeir, svo þeir skemmi ekki leikinn. Menn nenna ekki að hugsa. Mig grunar að þetta sé einsog í Cool Runnings, þegar þeir ætluðu að banna Jamaika að taka þátt bara af því.

Sem minnir mig á að fjölmiðlafrumvarpið er að koma aftur. Það miðar einmitt að því að gera nýjum mönnum erfiðara en ella að komast inn á markaðinn. Ég var að vona að það hyrfi með Davíð, en svo er víst ekki. Strax eftir kosningar mun það fara í lög. Ekkert meira Radíó Reykjavík. Jólarásin er í hættu.

Hvað dettur þeim í hug næst?

En aftur að lóðum: ég man þegar lóð kostaði 5 milljónir, ekki 20. Ég man þegar einbýlishús kostaði 20 milljónir. Nú telst fólk heppið ef kústaskápurinn er svo ódýr. Hvað er fólk eiginlega með í laun?

Fyrir 20 milljónir vil ég ekkert minna en 2 hæðir, tvöfaldan bílskúr og gosbrunn, með sérherbergi fyrir kellinguna í svarta og hvíta gallanum með fjaðrakústinn.

Amen.

miðvikudagur, mars 01, 2006

Dagur 358 ár 2 (dagur 723, færzla nr. 375):

Útvarpið er hræðilegt. Ekki það að útvarpið í bílnum sé neitt betra eða verra en hvert annað útvarp - þó loftnetið sé svolítið... ofsalega ömurlegt.

Það er bara dagskráin. Af hverju, á morgnana, þegar ég er að reyna að vakna, setja þeir á dagskrá einhverja fávita sem tala um... ekkert. Þeir röfla bara. Afhverju er engin músík. Mig vantar músík.

Og í hádeginu, þá eru þar menn að tala um fótbolta. Það er þá sem ég stilli á kiss fm. Það er þó einhver músík. (Á sumum stöðum í borginni næ ég bara Kiss og rás 2.)

Ég býst við ég megi vera ánægður að vera ekki bara með FM. Það væri hræðilegt. Morgunþátturinn súber. Kjaftæði. Fyrir 10-15 árum var þessi þáttur á Bylgjunni, og hét þá tveir í tunnu eða eitthvað svoleiðis, og var með Gunna helga og hinu fíflinu þarna. Það varð súrt á svona 2 mánuðum, því þeir sögðu alltaf sömu brandarana, spiluðu sömu 4 lögin í sömu röð, og frömdu þess á milli ansi keimlík símaöt.

Þetta er ágætt ef maður er 10 ára, og hefur aldrei heyrt þetta áður, býst ég við.

Ég þarf að fara að redda mé geislaspilara. Þetta er vandamál sem lagast ekkert þó ég láti laga lofnetið.

Já, og varðandi myndina... myndin kemur málinu ekkert við. Mér þótti hún bara flott.