Dagur 288 ár 4 (dagur 1372, færzla nr. 626):
Slökkvið ljósin, komið ykkur vel fyrir og horfið á kvikmynd kvöldsins: Carnival of souls, frá 1962. Enn ein kvikmynd sem enginn hefur séð. Eða heyrt um. Sem er mjög skrýtið.
Bíll aðasöguhetjunnar fellur fram af brú á örugglega 13 kmh.
Þetta er kvikmynd um kvenmann sem lendir í smá óhappi, og er í framhaldi af því elt uppi af púka. Það er betra en það hljómar. Ég get ekki sagt að þetta sé eitthvert episkt meistaratykki, en það virkar, merkilegt nokk.
Það eru 5 mínútur af auglýsingum fyrst - fyrir poppkorn og aðrar slappar kvikmyndir.
Hvað um það, þetta er örugglega flottasti titill á nokkurri B-mynd sem ég hef séð. Kvikmyndin sjálf er svona eins og voðalega langur Twilight-Zone þáttur, og hefur að öllum líkindum ekki kostað mikið meira en einn slíkur í framleiðzlu. Skv. Wikipedia var bödgetið $30.000 - þori ekki að fara með hve rétt það er. IMDB.com segir að kostnaðurinn hafi verið $17.000. Á sínum tíma nægði það fyrir filmu, nú, og þessum forláta bíl þarna og tjóninu sem hann olli á brúnni.
Ekki nema 78 mínútur að lengd, en samt eru sum atriðin eins og þau seu viljandi löng. Samt er þetta ekki versta kvikmynd í heimi. Langt frá því. Það þarf til dæmis ekki að drekka neina bjóra fyrst eins og er stundum nauðsynlegt. Ég færi ekki að bjóða upp á neitt svoleiðis, hvað haldiði að ég sé?
Búú!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli