laugardagur, desember 15, 2007

Dagur 295 ár 4 (dagur 1379, færzla nr. 629):



Þá er að uppfæra þetta, þó ekki sé til annars en að halda í við klámvæðinguna. Það verur mikilvægara með hverjum deginum.

Var að hlusta á þá í útvarpinu áðan, veit ekki hvaða stöð, bylgjan, 9.77, eða RÚV, þar sem var verið að tala um klám. Jú, einn af þeim var víst á móti öllu klámi og strippbúllum á þeirri forsendu að það fólk sem þar vinnur við að afklæðast hafi allt meira og minna verið misnotað í æsku og hefði þess vegna ekki vit fyrir sér.

Það var orðað einhvernvegin þannig, að þessar blessuðu súludömur hefðu allar verið þvingaðar út í þetta. Ekki kom fram hvernig. Ætti að vera auðvelt þar sem þær eiga að vera hugsunarlaus átómöt.

Þetta eru náttúrlega áhugaverðir fordómar í garð súludansara.

En hvað um það, ég fékk það helst út, að ef fólk hefði verið misnotað í æsku, þá hefði það ekkert stjórn á gerðum sínum, og bæri þar af leiðandi ekki ábyrgð á þeim. Væru í raun bara vélar, eða eins og pöddur. Nú, ég hugsa með mér, ef fólk ber ekki ábyrgð á gerðum sínum, orðið meira en 5 ára gamalt, þá eru bara tvær leiðir í stöðunni:

A: það getur farið beint inn á Klepp og verið þar alla tíð, enda er það greinilega öllum til ama úti á götu, eigrandi um stefnulaust þar til einhver platar það til að vinna á bar.

B: Það gæti farið á þing. Þar ber enginn ábyrgð á neinu, þær setningarnar sem þingmenn segja þurfa ekkert að vera málfræðilega rétt upp byggðar né þarf eitt einasta orð sem viðkomandi lætur úr sér skiljast. Fullkomið djobb fyrir einstakling sem hefur ekki vit fyrir sér.

Ég velti líka fyrir mér, hvort fólk sem orðið hefði fyrir títtnefndri misnotkun í æsku hætti þá ekki bara að vera "sentient." Samkvæmt þeirri kenningu þá væri að meinalausu hægt að nota slíkt fólk í allskyns líffærarannsóknir sem væri alveg siðlaust að setja venjulegt, lifandi, ózombifíað fólk í.

Nei, ég held að fólk þurfi að bera ábyrgð á sér og gjörðum sínum sjálft, sama hve misnotað það er. Nauðgun er engin afsökun fyrir óvitahegðun seinna á ævinni. Allir yfir 10 ára aldri eru ekki óvitar lengur, og 18 ára eru lagalega sjálfráða, skilst mér. Sama hvað. Mis-púritanskir hópar úti í bæ geta ekki verið mamma þeirra allra að eilífu.

Hefnd get ég skilið*, en að fletta sig klæðum í mánuð fyrir pening, og kenna einhverju atviki úr æsku um - það er bara kjaftæði.

*Það eru fullkomlega eðlileg og fullkomlega ókristileg** viðbrögð við ofbeldi.
**Kristni er ekkert ofur-eðlileg hegðun.***
***Trúarbrögð, á meðan eðlileg, vinna til að hamla allskyns eðlilegri hegðun, því hún er ekkert alltaf viðeigandi.
****Fólk er ógeðslega heimskt.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli