miðvikudagur, desember 12, 2007

Dagur 292 ár 4 (dagur 1376, færzla nr. 628):

Ef einhver les þetta, hve mikið veit sá hinn sami um mig? Ekki margt, grunar mig. Ég skrifa nefnilega afar sjaldan það sem drífur á daga mína hérna.

En, samkvæmt teljaranum mínum skoða síðuna allra þjóða kvikyndi. Einn frá Hong Kong núna nýlega. Einn frá bænum "Viljandi" í Eistlandi fyrir einkverjum vikum. Já, það er staður þarna úti sem heitir "Viljandi."

Og hvað eru menn að skoða?



Þessi mynd hefur verið vinsæl undanfarið. En bara núna nýlega. Áður var það BMW Isetta, en það er farið að draga úr áhuga á henni. En það er eitt sem dregur alltaf að sér fólk:

Ford Torino!



Ford Torinu var framleiddur milli 1968 og 1976, og var hugsaður sem svona fínni týpa af Ford Fairlane.



Þetta er Argentínskur Fairlane, þeir voru framleiddir akkúrat svona milli 1968-1981. Argentína er svolítið eins og CCCP þannig.

Torino var hægt að fá með vélum frá 6 sílindra 200 rúmtommu línuvél, til 428 V-8. Árið 1969 var farið að nota 250 vél, í stað þeirrar 200, (ca 4 lítrar). Ég geri ráð fyrir að 6 sílindra línuvélin hafi ekkert eytt neitt meira en hvaða bíll sem er núna, af svipaðri stærð, en 428 týpan jafnaðist meira á við Range Rover eða Land Cruiser - að öllu leiti nema snerpu. Torino nefnilega hreyfist þegar maður stígur á bensíngjöfina.

Árið 1973 kom til greina að fá einn með 460. Það hefur verið... áhugavert. 460 eyðir nefnilega minnst 25 á hundraðið, sama hvað hún dregur með sér, og það er EF það er bein innspýting og annar nútíma útbúnaður. Árið 1973 held ég að við getum nú gleymt því. Bíllinn þá var um það bil 2 tonn og örugglega með 4 hólfa blöndung, Holley eða eitthvað þaðan af verra. Við erum sennilega að tala um 30 minnst. En: þetta fer kvartmíluna á 14 sekúndum án þess að þurfi að breyta neinu.



Þessi minnir svolítið á bílinn sem Mad Max var á. Það er ástæða fyrir því: Ford í ástralíu framleiddi svona bíla, en þótti ameríska týpan svolítið stærri en hún þurfti að vera, svo þeir styttu hana bara um svona 2-3 fet, notuðust við aðeins minni vélar (302) og kölluðu fyrirbærið Ford Falcon/Fairmont.



Reynið bara að leita að 1973 Ford Fairmont/falcon XB á google.



Þið finnið svona bíl mjög fljótlega.

Það er líka nokkuð mikið vesen að finna 1973-6 módel af Ford Tóríno sem er ekki búið að spreyja rauðan og hvítan.



Nóg komið af Ford í dag, held ég.

***

Úr 24 stundum, sem kom inn um lúguna einhverntíma:

24 stundir sögðu frá því í gær að þýzkt fjármálafyrirtæki, VKB, hygðist
bjóða upp á húsnæðislán í evrum hér á landi, á mun lægri vöxtum en innlend
húsnæðislán og án verðtryggingar. Margir fagna vafalaust erlendri samkeppni
á fjármálamarkaðnum hér, en hún hefur verið lítil til þessa.


Já, þar höfum við það. VKB eru komnir í fjármálageriann. Og orðnir þýskir.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli