miðvikudagur, mars 17, 2004

Dagur 13:

Ah, íslenskt furðu-veður heldur áfram! Sólríkt en kalt. Það er molla inní bíl. Andstyggilegt. Gott að hafa svona uppskrúfanlega lúgu á toppnum, einmitt fyrir þessi tækifæri, til að hleypa heita loftinu út, svo það kalda geti komið í staðinn.

Ég er að pæla í að bæta nýjum link við. Meiri heimsbókmenntir. Þegar ég pæli í því, vissara að hafa þá tvo. Þó svo ég efist um að nokkur lesi þetta, þá er það auðveldara fyrir mig. Þessi náungi líkist Bogga líka svolítið í útliti.

Svo datt mér í hug að grafast fyrir um frænda minn, en hann átti einu sinni athyglisverðan bíl, sama consept og þessi, bara minni.

En þá komst ég að því, að
fljúgandi bíllinn er kominn á markað! Hér sjáiði aðra útgáfu í flugtaki, og hér og hér eru tveir eftir lendingu. það þarf aðeins að mixa þetta meira, en það kemur.

En eftir mikla leit fann ég ekki kvikindið. Þetta var samt mjög athyglisverður bíll á sínum tíma. Þ.e, áður en við rifum hann í sundur. það var samt helvíti gaman.

Jæja.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli