Dagur tvö:
Bætti við teljara á þetta. Setti inn svona "Forum" í gær. Tók mig örugglega korter að finna útúr því.
Fikta kannski meira í þessu seinna. Sé að það stendur alveg til boða. Verst að vita ekkert hvað maður er að gera. Komst þó nokkuð langt miðað við ég kann þetta ekkert, og skil ekkert í þessu. Það hefst með fiktinu.
Svo er spurningin, ætti ég að segja eitthvað? Ég meina, eitthvað meira en: dagur tvö: bætti við... osfrv...?
Hmm.
Fjasa kannski um hve marga daga ég hefi lifað, eins og Boggi, eða tala um hor, eins og Þóranna? Einstaklega dömulegt, BTW, að tala um hor. Ég man þegar ég hitti hana að máli seinast, þá talaði hún um hve dásamlega kvalafullt það er að láta rífa af sér hin og þessi líkamshár. Hægt, og rólega. Hún sagði nú eitthvað meira, en þetta stendur úppúr. Svo fóru samræðurnar útí eitthvað annað minna athyglisvert.
Svo get ég bara röflað um daginn og veginn.
Hvað gerði ég í dag?
Nú, ég byrjaði á því að vakna. Svo fór þarna viss tími í að nenna ekki að fara á fætur alveg strax. Það er fastur liður.
Svo loksins drattaðist ég niður og fann þá Fréttablaðaðið. Það var ekkert í því. Jú annars, það voru örugglega þrjár opnur með bílaauglýsingum.
Ég kannaðist við margar frá síðastliðnum vikum. það eru alltaf til sölu, virðist mér, sömu Bensarnir og BMW-arnir, sami Audíinn, sömu landcrusherjepparnir.
það vill þetta enginn. A.M.K. ekki lesendur fréttablaðsins. Of dýrt.
Eftir morgunmat fór ég svo hingað, í bókhlöðuna til að skoða netið og fikta í blogginu.
Ég lifi hreint út sagt æsispennandi lífi, ekki satt?
Ég ætti kannski að segjast vera með byssu, og þá kæmu 50 þungvopnaðir þrjótar keyrandi til mín á skriðdrekum. Það væri kannski athyglisvert. Ef ég segðist vera með tvær, þá yrðu þeir að fá aðstoð varnarliðsins. En ef ég segist vera með sprengjuvörpu? Kannski væri ég þá talinn vera stórveldi, einsog USSR var forðum. Eða rómaveldi. En rómaveldi samanstóð vissulega af fleira fólki en ég. En þeir sögðust aldrei vera með byssu. Þess vegna áttu gotarnir svo auðvelt með að rústa þeim. Kannski hefðu rómverjar átt að segja gotunum að þeir hefðu byssu, þá hefðu gotarnir þurft að hringja í víkingasveitina.
Já.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli