fimmtudagur, mars 18, 2004

Dagur 14:

Það var einhver heimskur krakki að drepa annan heimskan krakka hér um daginn. Sem kom af stað sömu skuggalegu umræðunni og venjulega: byssur eru einskonar "evil presense" sem ríkið þarf að hafa auga með.

Hvenar virkaði seinast að ríkið hefði auga með einhverju? Hvenar virkaði seinast betur að ríkið stjórnaði? Hvenar hugsaði ríkið seinast heila hugsun til enda? Ég man ekki eftir einu tilviki.

Auðvitað á fólk sjálft að bera ábyrgð á gerðum sínum. Ríkið gerir það ekki, jafnvel þegar það hefur boðist til þess. Það er nefnilega ekki fyrir okkur fólkið, það er fyrir okkur fólkinu. Það vill peningana okkar (skatturinn, tollheimtan), það vill ráða hvenar við vökum og sofum, það vill ráða hvað við horfum á (RÚV), hvað við hugsum, hvað við borðum (manneldisráð), hvernig bíl við keyrum (tollar og vörugjöld). Og það hefur frá upphafi verið mótfallið því að við ættum skotvopn eða hefðum aðgang að slíkum.

Af hverju? Vegna þess að það er hrætt við okkur, því það vill okkur allt illt, og gerir þessvegna ráð fyrir því að við viljum allt illt líka.

Vilju við allt illt? Nei. það er nefnilega til fólk sem vill allt gott. Það hundsa td flesti manneldisráð og horfa á skjá 1. Flestir vildu líka svíkja undan skatti ef þess gæfist kostur - reyndar safna sumir skuldum til að geta notað til skattafrádráttar. Svo eru þeir örfáu einstaklingar sem setja nítró í bílana sína. Sniðugt.

Meira að segja brennivíni er stjórnað af ríkinu. Af hverju? Jú, hóflega drukkið vín vinnur gegn óhamingju, og á meðan við höfum ekki efni á að vera hálf-slompuð alla daga, erum við ekki jafn hamingjusöm. Sem hlýtur að þýða að ríkið vill ekki að við séum hamingjusöm. Reyndar er það ekki svo. Ríkinu er og hefur alltaf verið nákvæmlega sama um hamingju okkar og velferð, það vill bara peningana okkar, jafnvel eftir að við erum dauð (erfðafjárskattur og kirkjugarðsgjöld). Ástæðan fyrir vínbanninu er bara fáfræði og ótti við eitthvað sem ekki er til.

Og ríkið er hrætt við okkur, drulluhrætt, því annars myndi það leyfa okkur að nálgast skotvopn. Og ef það gerði það, þá myndu fleiri læra á þau, bara af sjálfu sér, og þannig yrðu færri slys. (Og þeir sem lentu í slysum ættu það skilið - þar erum við Darvin sammála).

Ert þú hræddur við eitthvað sem á sér enga stoð í raunveruleikanum?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli