Dagur 25:
Helvíti er leiðinlegt að sitja og hugsa um tölvur. Og að tala um tölvur, það er líka leiðinlegt, og að tengja tölvur, og að kaupa tölvur, allt er þetta leiðinlegt.
En að spila í tölvum, sörfa netið og slíkt, það er ekki leiðinlegt.
Þá eru tölvur í raun aðeins 50% leiðinlegar.
Annars, ef maður þarf að vera að púkka eitthvað uppá þessa hluti umfram að bara spila í þeim kapal, þá eru þessir hlutir plága á mannkyninu.
Og á meðan menn eru að spila leiki í þessu eru þeir ekki að láta gott af sér leiða, og eru því ekki til neins. En þeir eru ekki að starfa við nein illvirki á meðan, er það?
Svo eru tölvur sem stjórna öllu mekkanóinu í bílum núorðið, sem veldur því að þeir eyða svona ámóta miklu eldsneyti og árið 1950, þegar allt var mekanískt. Þvííkar framfarir... *sigh*.
Ég veit að árið 1950 litu allir bílar út eins og baðkör á hvolfi, og komust 100 km á 15-25 lítrum af ferðavökva. Þá hétu þeir nöfnum einsog Buick, Chevy og Ford, voru 100 - 200 hestöfl, og fóru 0-100 á innan við hálftíma.
Nú, anno 2004, líta bílar út eins og baðkör á hvolfi, komast 100 km á 20-40 lítrum af ferðavökva, og heita nöfnum eins og Landcrúser og Patról, eru ca 100 hö, og fara 0-100 á svona viku eða svo.
Þvílíkar gífurlegar framfarir. En þetta mengar minna, segja þeir. Já, það er möndlulykt af útblæstrinum núna. Það þýðir að það er blásýrugas í honum. Já. Það er svo heilsusamlegt, blessað blásýrugasið. 6 milljón gyðingar geta vottað það.
Áður fyrr var bara kolmónoxíð.
Framfarir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli