þriðjudagur, mars 09, 2004

Dagur 5:

Var að velta fyrir mé þessari hurð þarna í háskólabyggingunni... þessari á milli X (222) og IX (223)... Hvað á hún að fyrirstilla? Opnaði hana um daginn, á lymskulegan hátt, og var engu nær. Kannski var það þarna sem þeir földu Hoffa. Svo urðu þeir að færa Hoffa til að koma Geirfinni fyrir. Já. Þessi hurð er eitt stórt samsæri.

Annað samsæri er vegir og gatnagerð Reykjavíkur og nágrennis. Ég vil meina, að vegakerfi RKV sé eina vegakerfi jarðarinnar, og reyndar hugsanlega eina vegakerfi alheims, sem er byggt samkvæmt ó-evklíðskri stærðfræði.

Reyndar er RKV hugsanlega eina borgin þarsem eitthvað er notast við þetta form stærðfræði í skipulaginu,með hugsanlega einni undantekningu.

Hvernig dettur mér þetta í hug?

Jú. Sumstaðar, ef maður beygir til hægri, þá fer maður til vinstri. Ef maður ekur á mið-akreininni nógu lengi, þá endar maður á þeirri vinstri á endanum, eða þeirri hægri, allt eftir því hvar í bænum maður er. Ef þetta væri eitthvað brenglaðara, þá þyrfti svona gervi-sjóndeildarrhing,líkt og eru í flugvélum, í alla bíla, bara til að hafa á hreinu hvað snýr upp og hvað niður.

Það er engin furða að ökumenn hérna hegði sér einkennilega. Heilar óæðri lífvera ráða ekki við að búa í ó-evklíðsku rými til lengri tíma, held ég. Eftir skamma stund brenglast þeir, fara og taka 100% bílalán til að kaupa Landcrusherjeppa, byrja að hafa gífurlegan áhuga á laxveiðum, og þorramataráti með áherzlu á hrútspunga, og fara á World-Class til að ná af sér öllum þorramatnum, og horfa á "Fólk með Sirrý" eða eitthvað þaðan af verra.

Já, ég segi það, að vegir í RKV eru ekki vænlegir geðheilsunni.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli