miðvikudagur, mars 31, 2004

Dagur 27:

Ah. Fréttir af stríðinu í Írak voru að fara í taugarnar á mér eins og venjulega. Reyndar fara fréttir almennt yfirleitt í taugarnar á mér. Af þessum sömu orsökum alltaf: það er verið að segja eitthvað sem liggur í augum uppi, eða verið að mála skrattann á vegginn í einhverjum óljósum tilgangi.

Enn hækkar tala látinna segja þeir. Auðvitað. Ef tala látinna LÆKKAÐI skyndilega, þá myndi ég sko sperra eyrun. Svo ljúga gjörsamlega allir um þetta mál, þó hægt sé með minniháttar eftirtekt að sjá sannleikann bara nokkuð skýrt. En til þess þurfiði að nota þetta sem er á milli eyrnanna, so, don't try it at home.

Stríðið í Írak:

Ástæður:

Friðarsinnar vilja ljúga því að okkur að stríðið hafi verið háð í þeim tilgangi einum að drepa smábörn. Ég leyfi mér að draga það í efa, á þessum forsendum: Það svarar ekki kostnaði.

Þeir sem eru með stríði ljúga því að einhver furðufyrirbæri óþekkt mér, vopnaáhugamanninum, sem kallast gereyðingarvopn, hafi verið í fórum íraka. Ég leyfi mér að efast um það, á þessum forsendum: síðan hvenar hefir eign einhverrar tegundar af vopnum leitt af sér stríð? Það hefur komið í veg fyrir þau ef eitthvað er. Ég efast um að þeir hefðu gert innrás ef Saddam hefði haft aðgang að eins og einni atómbombu.

Lygi lygi lygi. En af hverju öll þessi lygi?

Jú, friðarsinnar þurfa að höfða til einstaklinga sem eru nánast algerlega heiladauðir, þessir einstaklingar kallast á íslensku almenningur, og eru þeir alveg tilbúnir að trúa því að kaninn nenni að gera sér ferð alla leið yfir atlantsála til að kála nokkrum íröskum smábörnum.

Stríðssinnar þurfa aftur á móti að höfða til einstaklinga sem eru nánast algerlega heiladauðir, þessir einstaklingar kallast á íslensku almenningur, og eru þeir alveg tilbúnir að trúa því að kaninn þori að pikka fæt við mann með aðgang að serious firepower.

Ekki þora þeir í N-Kóreu, en það er samt algert 4 heims ríki, bara vegna þess að þeir hafa bombuna.

En af hverju var þá stríð?

Vegna þess að evrópumenn, og þá sér í lagi UN er hópur af nánast algerlega heiladauðum einstaklingum.

Það var vitað mál að Saddam var að terrorisera alla sína nágranna síðan honum flaug í hug sú snilld að ráðast inn í Íran. Það var sko aldeilis gáfulegt. Það stóð yfir í fleiri ár og skilaði engu. Svo áhvað hann að ráðast inn í Kú-veit. Þá hækkaði verð á olíu, takk fyrir. Snilldar hugmynd. Hvað hefði fíflið gert ef það hefði svo verið látið óáreitt? Ráðist aftur inní Íran? Sádí Arabíu? Tyrkland?

Fyrra flóastríðið (þ.e. persaflóastríðð, eða gulf war, ekki flóastríðið, eða flea war) var háð til að koma gæjanum frá kú-veit. Svo voru herdeildirnar sendar inn í Írak, og svo... var hætt við allt saman. Gæinn var kominn út úr kú-veit. Það var nóg fyrir þá. Afhverju réðust þeir ekki inn í Bagðdad þá, og kláruðu dæmið? Því það var víst einhver almenn óánægja með stríðið í evrópu.

Og fyrst það var ekki klárað almennilega strax, þá varð að klára það núna. Hvað voru menn ekki að gera in the mean time? Jú, þeir voru að skjóta eldflaugum á pleisið allan tímann! Í meira en 10 ár, eldflaug eftir eldflaug. Og á meðan verið var að plaffa þessum eldflaugum á Írak, var Saddam að dunda sér við að drepa fleiri en fórust í báðum stríðunum samanlagt. Friðsamlega, að vísu, sem gerir allt í lagi.

Svo var á þessu viðskiftabann líka. Hve and-kapítalísk getur ein aðgerð verið? Ekki tapaði Saddam á því, það er ljóst. Við töpuðum á því. Viðskiftabannið drap líka helling af liði. Friðsamlega. Að drepa fólk friðsamlega er að drepa fólk á kvalafullan hátt, yfir langan tíma. Að vísu er ekki kveikt í neinum á meðan.

Ég er líka á móti viðskiftabanninu á Kúbu. (Því sem ef ég á að standa undir nafni sem hægri öfgamaður get ég ekki stutt svoleiðis vitleysu, sama hvað. Stríð hinsvegar, það eru peningar í því.)

Þetta er að pota í óvininn. Maður á ekki að pota í óvininn, eða snerta óvininn á annan hátt. Maður á að höggva óvininn almennilega strax. Svo má maður fara heim í kaffi eða eitthvað.

Svo var allan tímann á meðan hasarinn stóð yfir ritskoðað duglega hvernig gekk. Ég fékk ágætar upplýsingar í byrjun þó, og gat sirkað út innan mánaðar skekkjumarka hvenar stríðinu lyki. Sem það og gerði. Það mannfall sem er núna... nasistarnir lentu í þessu sama í Jógóslavíu (Bosníu Herzegovínu, Svartfjallalandi...), og að einhverju leiti í Frans, þó aðeins minna. Það var bara afslöppun að vera þar víst.

Svo eru þessi gereyðingarvopn sem þeir virðast ekki geta fundið. Ég fæ ekki séð annað en írakarnir hafi aðgang að fullt af drasli sem ég gæti alveg skilgreint sem gereyðingarvopn. Voru þeir ekki um daginn að sprengja yfir 100 manns með einu slíku? Hvað með olíubílinn þarna um daginn? Var hann ekki gereyðingarvopn? Hann gereyddi einhverju húsi, hvort það var hótel eða lögreglustöð eða e.h svoleiðis.

Helvítis kjaftæði, allt saman. Afhverju drullast öll þessi fífl ekki til að koma bara hreint fram? Það er einfaldara fyrir mig að ráða fram úr þeim svoleiðs.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli