Dagur 9:
Datt í hug að leyfa ykkur að skoða myndir í dag. Eftir Escher, sem mér virðist að hafi verið snillingur, þetta er t.d. ekki ljósmynd, og ekki þetta heldur. Svo er náttúrlega þetta, snilld. Þetta finniði hér. Hér er svo Dali ef einhver hefir áhuga.
Eða er ég kannski orðinn of menningarlegur? Nah. Ég hefi aldrei nokkurntíma heyrt á Escher mynnst í fjölmiðlum.
Já. Svo þarf ég að fara að huga að vinnu einn af þessum dögum. Eitthvað einfalt. En ég held ég komist aldrei á þing. Auðvitað. Auðveldasta djobbið er tekið að eilífu. Hvað þá? Hvað er svo einfalt, að það varla tekur því að mæta?
Tollurinn... hmm. kemur til greina. Svo er náttúrlega víkingasveitin. Hún gerir aldrei shit. Ekki einusinni þegar hún mætir á staðinn. Ég væri fínn þar, drekkandi kaffi, bíðandi eftir að einhver segðist vera með byssu, á fullum launum. Flott djobb, jafnvel einfaldara og tilgangslausara en að fara á þing. Svo fær maður að þvælast um með vélbyssu. Ég held samt að það væri meira gaman að plaffa á hina meðlimi víkingasveitarinnar með henni. Meira aksjón, meira adrenalínkikk, meira... challenge. Já það væri fjör. En þá yrði mér trúlega sagt upp.
En hvað með að gera eitthvað ólöglegt þá? Selja eiturlyf? nah. Þekki ekki mannskapinn sem er í því. Það er einsog með þingið, ef þú ert ekki í elítunni... reyndar er margt sameiginlegt með þinginu og undirheimum: báðir eru baggi á samfélaginu, ef þeir hyrfu yrði mikill uppgangur...
En vændi? En svo hugsa ég, hver væri tilbúin til að borga mér fyrir það? Ég gæti náttúrlega gerst pimp. Ég bara sel mönnum aðgang að einhverjum random kvenmönnum útí bæ, að þeim óforspurðum. það gengi upp svona einu sinni.
það er náttúrlega vonlaust að vera þjófur nema maður þekki menn. Eins og Þórarinn V. hjá landssímanum. Hann gerði allt það sama og Árni Johnsen, nema hann þekkti réttu mennina. Ég þekki enga rétta menn. Ég yrði að stela löglega og siðsamlega. það er snúið er ég hræddur um.
Verst að fá ekki borgað fyrir bloggið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli