Dagur 18:
Te, einhver?
Te er ódrekkandi andskoti nema það sé í því einhver sykur og smá sítróna. Þar sker te sig frá kaffi, sem verður ódrekkandi ef það er sítróna í því. Einnig er gott að moka bara helling af sykri í kaffið, þannig verður það gott. Te hinsvegar, það verður ógeðslegt ef maður setur of mikinn sykur í það. En það verður samt að vera sykur. Sykurlaust te er óttalegur viðbjóður.
Aðal ókosturinn við þennan merkisdrykk er sá að ég verð svo þurr eitthvað á tungunni af að drekka þetta sull. Svo fannst mér vanta koffein í það. Ég tók nefnilega eftir því að mér tókst að sofna löngu fyrir klukkan 6 í nótt. Svoleiðis hendir ekki eftir nokkra almennilega kaffibolla. Ég man seinast þegar ég fékk gott kaffi, þá var ég glaðvakandi til 7:00, vaknaði um hádegi, en var samt hress allan daginn á eftir. Gott stöff.
Og afhverju var ég að stunda te drykk... þamb? Hvef. Og hálsbólga. Kannski lungnabólga, who knows? Hvað um það. Það stoppar mig ekki í að þvælast um bæinn til að skrifa á þessa heimasíðu mína. Um te, af öllum hugsanlegum umræðuefnum.
Er ekki eitthvað til sem heitir írskt te? Eða er það eitthvað sem á eftir að finna upp? Te með smá Jamieson útí. Eða Southern Comfort. Smá svoleiðis væri fínt um það bil núna.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli