Dagur 19:
Enn einn dýrðardagur. Tek eftir því að allt spjall fer fram hér lengst fyrir neðan. Datt í hug að redda forumi fyrir þetta, ef það er ekki of mikil fyrirhöfn. Skoða það á eftir. Fólk vill of mikið rífast um hvað er hættulegt. Já, hvað er hættulegt? 9 stafa orð? Það er hættulegt sem þú gerir hættulegt, segi ég. Það er mitt mottó, þið hin verðið að finna ykkar eigið.
Hvað gerðist svo í dag? Fátt. Í gær talaði ég við Illuga. Það var athyglisvert, eins og svo oft. Drengurinn hefur sambönd víða, meðal bæði kjötiðnaðarmanna og kokka. Samt berst talið sjaldan til þessara hluta, einhvernvegin. Aðal-heilræðið er: kaupið annars flokks nautalundir, þær eru nýjar. Annað gott heilræði er: Aldrei, aldrei-aldrei-aldrei kaupa kjötfars, eða neitt sem heitir tilbúnir réttir. Það stöff er víst alveg deadly.
Hvað gerist á næstunni? Nú, ég man það eins og það hefði gerst á morgun: ég ét yfir mig af köldu kjöti og drekk yfir mig af volgu gosi í að minnsta kosti 2 fermingarveizlum. Ég held ég hafi bara einusinni fengið athugasemd vegna matarræðisins, frá einhverri vinkonu Kristínar. Henni þótti undrum sæta allt þetta kjöt sem ég lét ofaní mig, sérstaklega í hlutfalli við allt grænmetið sem ég lét ekki ofaní mig.
Líkaminn er sko hof, og í hofum skal alltaf brennt lifur, nýrum og lungum til að gera góða lykt fyrir Jahve. Þessvegna borða ég einungis það sem lyktar skikkanlega. Reynum öll að forðast baunir, OK?
Fyrir 2500 árum var bara til ein gerð af baunum við miðjarðarhafið, og sú tegund var eitruð ef hún var snædd hrá, þ.e.a.s. ó-matreidd. Þess vegna borðuðu Pýþagóringar aldrei baunir, þó þeir væru vissulega grænmetisætur. (Þeir hafa líklega þjáðst af bæði járn og B12 vítamínskorti fyrir vikið).
En ég nenni heldur ekki að vera hrein kjötæta. Það er líka of mikið vesen. Og ég skal segja ykkur af hverju:
það er vissulega C-vítamín í lífverum með heitt blóð, annars væru þær með skyrbjúg. Þða er í blóðinu og í lifrinni. Öll önnur vítamín eru til staðar í réttum hlutföllum, og ekki þarf að hafa áhyggjur af þeim.
C-vítamín skemmist við 65°C hita, og til að geta fengið það úr dýrinu, þarf að drekka blóðið eins og það kemur úr skepnunni. Ég mæli ekki með því að kæla það, það er skárra við 37°C. Gott er líka að borða lifrina hráa, eða í það minnst létt steikta. Hinsvegar skal hér farið að gát ef maður á ekki að fá A-vítamín eitrun. Sem þýðir, ekki borða alla lifrina. Beinin eru svo góð uppspretta kalks og annarra steinefna og trefja, og þannig er líka með hárið. Kettir fá ekki niðurgang ef þeir passa uppá að borða músina með húð og hári.
Með þessu er svo gott að fá sér einn kaldan, eða bara einfaldlega kók.
Og munið að kíkja á myndirnar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli