laugardagur, nóvember 06, 2004

Dagur 248:

Oft þegar ég er að skoða fréttirnar á textavarpinu, birtist mér athyglisvert tilboð fyrir neðan:

Langar þig í kettling?

Auðvitað! Hvern langar ekki í kettling? Svo ég skoða þetta. Þá birtist mér nokkuð undarlegt:

Anna gæludýr; seld og gefin.

Merkilegt. Hvernig er þessi Anna gæludýr? Hvernig er hægt að bæði gefa hana og selja? Bítur hún ef ég klappa henni öfugt? Hvernig hugsar maður um hana? Er Önnu gæludýri nóg að vera í kassa í þvottahúsinu, eða vill hún frekar sofa uppi í rúmi? Hvað borðar Anna gæludýr?

Nú er Anna gæludýr búin að vera til sölu/gefins í meira en ár. Sem fær mig til að velta fyrir mér hvort hún sé ekki of hátt verðlögð, jafnvel gefins. Bráðlega fer hún að verða of gömul, og þá vill hana enginn.

Það vill enginn svo gamalt dýr að ekkert sé eftir annað en að lóga því. Það grunar mig að lyggi fyrir Önnu gæludýri.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli