Dagur 265:
Mmm... Ferskt loft. Mökkurinn liggur ekki yfir þar sem ég bý. Nei. En hann liggur yfir bókhlöðuna, og trúlega háskólann líka. Frábært. Dásamlegt. Bót er þó í máli: það mun vart nokkrum detta í hug að opna gluggann til að geta andað að sér fersku lofti.
Ég er ekki í stuði fyrir einhverjar frosthörkur svona snemma morguns.
Mér heyrist á fjölmiðlum að þetta sé allt hin mesta skemmtun. Hvað eru, 80 og eitthvað björgunarsveitir á staðnum? Með kannski öl, og stjörnuljós? Það verður jú að nýta hvert tækifæri sem gefst. Þeir gera ekki góðar áramótabrennur lengur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli