miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Dagur 259:



Ég hata snjó. Þetta veldur því, eins og ég hef kannski áður sagt, að það verða umferðarteppur. Ljós, sem voru slæm áður, eru nú verri. Í gær ók ég yfir Gullinbrú, og það var einn bíll fastur á leið niður, og þrír á leið upp, þar af einn asni á Bens, með örugglega slicks á öllum dekkjum til að lúkka kúl. Fíflið sat fast á miðri brekku, úti á miðri götu.

Hvernig stendur annars á þessair umferð? Býr enginn innan kílómeters frá vinnustaðnum sínum hérna? Djöfuls della er það. Margir búa í Garðabæ og Hafnarfirði, sem er skiljanlegt, því þeim bæjum er betur stjórnað að öllu leyti en Reykjavík, OG fasteignaverðið er lægra.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli