Dagur 271:
Djöfulsisn hálka er þarna úti. Gangstéttirnar eru eins og skautasvell, samt er ekki svo kalt. Þetta er samsæri! Það er búið að hækka frostmarkið, það er ég viss um! Upp í svona 2°C. Ég er viss um að það er gert til að minnka áhrif hækkandi hitastigs vegna... einhvers sem við ráðum ekki við.
Það á að kenna gróðurhúsaáhrifum um þetta. Var samt ekki himininn heiður mikinn hluta sumars? Það er sem mig minni það. Nú er skýjað. Nú ættu að vera gróðurhúsaáhrif. Afhverju er þá ekki hlýrra? Kannski væri kaldara. Kannski væri jafnvel heita vatnið frosið ef skýjanna nyti ekki við.
Hver veit?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli