Dagur 257:
Snjór. Eins fallegt og það er að hafa snjó, (hann felur ruslið) þá er hann kvimleiður. Það myndast hálka á vegum, sem lægsti samnefnarinn ræður ekki við, og þvælist því meira og meira fyrir æðri verum eins og mér.
Að öðru leiti gengur dagurinn sinn vanagang. Ég vakna, nauðsynlega, og fer og tékka á hvað allir hafa að segja þar - Boggi er fyrstur, því hann er með link inn á alla hina (nema frænda minn, en hann er bloggletingi eins og Þóranna), svo þarf að tékka á mogganum... sjá að ekkert hefur gerst.
Ég er samt á því að þessi kuldi gæti verið betri en hitinn sem var í sumar. Ég er bara ekki í stuði fyrir 30 stiga hita.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli