þriðjudagur, nóvember 30, 2004

Dagur 272:

Ég hata jólalög. Nei, í alvöru. Mér er meinilla við jólalög. Ég myndi drepa þau hvert og eitt af ég gæti. Það er heill mánuður tileinkaður þessum andskota.

Svo voru þessir andskotar á þingi að hækka bifreiðagjöldin, en enginn tók eftir því. Og hækka brennivínið í leiðinni, svo það sé nú dýrara en áður að gleyma þeirri hækkun.

Svei!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli