sunnudagur, nóvember 07, 2004

Dagur 249:

Það er ekkert í fréttum sem við vissum ekki fyrir. Málið er bara, að í gamla daga var það allt löglegt. Til forna, fyrir daga evrópusambandsins. Gamla feudal-gengið er bara aðeins að flaska á þessum nýju reglum.

Smá tipp: þið getir æft ykkur í að sjá hvort menn eru að ljúga með því að horfa á olíupeyjana í kassanum. (hint, það er hve merkingarbær setning.)

Sko, þegar þeir ljúga, þá annaðhvort horfa þeir á gólfið, til hliðar, eða hrukka ennið snögglega, þarna rétt yfir augabrúnunum. En bara stutt. Takið eftir því?

Kommúnismi hefur aldrei verið við lýði í hreinustu mynd. Ekki eins og Marx setti hann fram í það minnsta. Af þeirri einföldu ástæðu, að það er bara gjörsamlega ómögulegt. Besta nálgun er framin á Kúbu. Þar er þvílík paradís á jörð, að menn eru tilbúnir til að skella sér í 100 kílómetra sundsprett yfir haf fullt af barrakúdum, hákörlum og hvölum til að sleppa þaðan.

Hér var líka svolítið nálægt því. Samt vorum við eiginlega aðeins of mikið undir lénsræði til að flokkast sem algerir kommar. Við vorum alltaf meira svona fasistar. Síðasta kommúníska hreyfing inni á þingi var þegar Davíð lagði fram fjölmiðlafrumvarpið.

Hver er svo munurinn á lénsræði og fasisma?

Undir fasisma gætu stórfyrirtæki þurft að fara að lögum - en bara ef fasisminn er kallaður "sósíal-demókratismi". Ef það er þjóðernis-sósíalismi, þá er það ekkert gefið.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli