Dagur 154 ár 4 (dagur 1249, færzla nr. 573):
187 - það er löggumál fyrir morð. Samkvæmt þessari kvikmynd sem ég sá part af. Hún var mjög leiðinleg.
Hann er vinsæll þessi frasi sem stendur á löggumerkinu: "með lögum skal land byggja". Sem er alveg gilt. En mér finnst eins og afgangurinn af þessari tilvitnun hafi að ósekju verið annaðhvort viljandi hundsaður, eða hafi gleymst: "en með ólögum eyða".
Það sem ég er að hugsa um er þetta:
Vændi er löglegt á íslandi. Bara af því. Enginn sér neitt rangt við það. Afar kapítalískt, afar frjálshygjulegt.
Á sama tíma er bannað að kaupa vændi. Sem er, með hliðsjón af því að vændi er löglegt, alveg súrrealískt. Kafka hefði fílað þetta.
Þetta er sambærilegt við það að mega stofna til kappaksturs á Strandveginum, bikar í boði og allt. Ég myndi bara auglýsa þann atburð, keppendur myndu mæta og keppa, sumir myndu keyra útaf og hafna inní Krónunni, og nokkurnvegin allir myndi verða böstaðir af löggunni fyrir of hraðan akstur, glannaskap og fyrir að vera með háu ljósin á. En ég, sá sem stofnaði til rallsins, ég bæri enga ábyrgð, því að stofna til kappaksturs á götunni án nokkurs samráðs við klerka og þjóðhöfðingja væri alveg fullkomlega í lagi og löglegt.
Svo er nektardans bannaður. Því það varðar við almannaheill. Rökstuðningurinn er sá að þrælasala og vændi fari fram á öllum nektardansstöðum.
Og mig fer að gruna að þetta lið hafi aldrei farið á nektardansstað. Það hef ég gert nokkrum sinnum, og aldrei voru mér boðnir þrælar til kaups né vændiskonur til leigu. Þó var staðurinn mjög vel til ólöglegs athæfis fallinn, því hann var svo afskekktur - í sömu húsalengju og sala varnarliðseigna og Dómínós. Þeir hefðu getað selt skriðdreka á planinu, boðið uppá reynzluakstur og hvaðeina, og enginn hefði fattað eitt, en nei, það gerðist ekkert. Það var meira að segja haldið barnaafmæli þarna einusinni. Reyndar, þegar ég pæli í því, var þetta einn minnst skuggalegi bar sem ég hef farið á. Stúdentakjallarinn státaði af grunsamlegra fólki! Þeir ættu að hafa miklu meiri áhyggjur af Gauknum eða Lundanum.
Og vændi er löglegt?
Svo eru umferðarlögin... Þau hafa náð sínu fyrsta fórnarlambi núna. Það var við því að búast. Löggan blikkaði gæjann, og hann reyndi að flýja. Mig grunar að hann hefði ekki orðið jafn æstur undir gömlu lögunum, og jafnvel látið sig hafa það að stoppa og rabba við laganna verði - en það hefði haft slæmar afleiðingar fyrir manninn núna. Allt að 120K sekt og bíllinn upptækur? Svoleiðis var ekki gert í denn. Hann hefði farið á hausinn hefði hann stoppað. Auðvitað reyndi hann að sleppa. Og hann verður ekki sá síðasti heldur.
Fasismi drepur.
Ég skil ekki löggjafann. Það eina sem hann vill er að banna og refsa og refsa fyrir smávægileg brot.
Akureyringar voru víst að tapa fullt af pening á sínu síðasta banni. Allt kapitalið mun hafa dreyfst á alla staði nema Akureyri. Til dæmis til Eyja. Sem er gott. Þakka ykkur, Akureysku fasistar, fyrir alla þessa viðskiftavini! 12000 manns á þjóðhátíð, og ég varð frekar lítið var við þá. Hver og einn skildi eftir minnst 11.000 krónur hjá okkur. Sem er snilld. Ég mæli með að Akureyringar geri þetta aftur. Við eyjamenn getum bara grætt á þessu.
Sko bara, það eru bjartar hliðar á málinu stundum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli