Dagur 160 ár 4 (dagur 1255, færzla nr. 575):
Ég heyrði einusinni af bæ á Krímskaga sem heitir mjög löngu og óþjálu nafni. Það var til komið þannig, að þar var virki, og við það bjó slatti af fólki. Hvað það hét veit ekki nokkur maður, því á þetta virki var ráðist, og það yfirtekið af fólki sem talaði annað mál.
Nú, nýja liðið reysti sér nýtt virki. Þetta virki tók nafn sitt af þeirri byggingu sem fyrir var, enda töldu menn að staðurinn héti "virki", enda oft um það rætt af innfæddum, og nefndist þannig: "virkivirki", að öllum orðum þýddum. Þetta hljómaði ekki jafn asnalega fyrir þá.
En svo kom að því að virkinu var rústað af enn öðrum hóp, sem skildi hvorugt málið, og þeir reistu sér annað virki, og það hét: virkivirkivirki. Flott nafn, það.
Eftir fjórðu innrásina var nafnið orðið skuggalega lang, og allir sem réðust þar til valda á eftir töluðu bara um virkið í virkivirkivirkivirki.
Á englandi átti sér stað sambærilegur hlutur. Það er hæð sem er í daglegu máli nefnd: "Torpenhauer hill", eða Torpenhauer hæð. Þetta nafn vildi þannig til, að hæðin hét í raun ekkert. Hún var bara kölluð hæð. Eða Tor, á því máli sem var talað þá.
Svo var skift um fólk með ofbeldi, og Tor hæðin fékk þá nafnið Torpen. En Pen var orð komumanna yfir hæð. Hauer er svo orð úr forn-ensku sem þýðir hæð, enda vissu þeir ekkert hvað "Torpen" þýðir, gæti eins verið nafn á einhverjum guð eða eitthvað. Og auðvitað gerði sér enginn sem á eftir kom grein fyrir því að "Torpenhauer" þýðir hóllhóllhóll, og nefndu fyrirbærið "hólhólhol hól", eða "Torpenhauer hill".
Sem er náttúrlega bara snilld.
Í LA eru svo náttúrleg fyrirbæri sem nefnast á máli innfæddra "the LaBreia Tar pits".
"The" er greinir. "La" er greinir. Breia þýðir "tjörupyttur", og "tar pit" þýðir tjörupyttur. Sem þýðir að staðurinn heitir "tjörupytts tjörupyttirnir"
Þetta væri alveg hægt á Íslandi. Við gætum verið með Skansborgarvirkið. En við þurfum ekkert svoleiðis. Neibb. Við höfum sko Saurbæ. Með svoleiðis bæjarnöfn, þá þurfum við sko engar endurtekningasamar langlokur. Og það er Graskvörn og Fensalir, Þúsöld og Árborg... Við höfum fólk á launum við þetta. Það sagt, hvað munu öll sveitarfélög Austurlands heita? Snjósker? Fellahellir? Aldinkeyta?
Veit ekki.
Saurbær... algert skítapleis.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli