mánudagur, ágúst 20, 2007

Dagur 166 ár 4 (dagur 1261, færzla nr. 578):

Kvikmynd kvöldsins: D.O.A , eða Dead On Arrival, eins og það þýðir, frá 1950. Fyrir slysni er þessi mynd Public Domain, sem þýðir að hvaða bjáni sem er má skella henni á Internetið. Það var víst einhver deila um eignarrétt á henni sem varð til þess að eignarrétturinn - sem deilan stóð um, var ekki framlengdur, og niðurstaðan er: frí kvikmynd.

Pt 1/8


Þetta er alveg góð mynd. Fjallar um mann sem leysir morðið á sjálfum sér.

pt 2/8


Það eru svosem nokkrar aðrar ræmur sem eru almenningseign sökum aldurs, Things to Come, Nosferatu, Metropolis og fullt af rusli sem enginn vill eiga. Mest er ég hissa á að "Night of the living dead" skuli vera ein af þeim. (Það er ekki slæm mynd, þó hún sé vissulega B, þetta var eitthvað klúður hjá dreyfingaraðilunum. Skiftir engu, hún er búin að borga sig upp margfalt.) Flest er hægt að kaupa á 100 kall á DVD, sem er bara það sem kostar að framleiða diskinn + álagning + skattur.

Pt 3/8


Nóg komið af þessari vitleysu:

pt 4/8
pt 5/8
pt 6/8
Pt 7/8
pt 8/8

Hér á Google video í heilu lagi.

Ekki er mér alveg ljóst afhverju ég hef ekki séð neina af þessum myndum sem ég taldi upp áðan á RÚV. Þær eru klassík. Að vísu er "things to come" mjög asnaleg á alla vegu, og oft mjög fyndin, en hinsvegar er erfitt að horfa framhjá því að hún sagði fyrir um seinni heimstyrrjöldna.

***

Mamma var að átta sig á að hún er fótbrotin. Búin að rölta um svona margbrotin í nokkra daga... amk klukkutíma. Tómir töffarastælar, segi ég.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli